Fótbolti

Þurftu að gera hálftíma hlé vegna snjóþyngsla í Bodo

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfons Sampsted

Alfons Sampsted lék allan leikinn þegar lið hans, Bodo/Glimt, vann öruggan heimasigur á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sondre Fet og Erik Botheim skoruðu sitt markið hver fyrir Bodo/Glimt í fyrri hálfleik sem tryggði toppliði Bodo/Glimt stigin þrjú.

Það tók talsverðan tíma að klára leikinn þar sem gera þurfti hlé á leiknum eftir að völlurinn varð ófær vegna snjóþyngsla eins og sjá má af myndunum hér að neðan.

Engu að síður tókst að klára leikinn með herkjum en þá hafði dómarinn bætt 28 mínútum við mínúturnar níutíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.