Fótbolti

Viðar Ari og Adam Örn á skotskónum í Noregi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viðar Ari í landsleik.
Viðar Ari í landsleik. vísir/getty

Þrír íslenskir knattspyrnumenn komu við sögu í þeim leikjum sem lokið er í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Tveir þeirra voru á skotskónum.

Adam Örn Arnarson kom inn af bekknum hjá Tromsö í hálfleik og bjargaði stigi fyrir sitt lið þegar hann skoraði 1-1 jöfnunarmark Tromsö á 81.mínútu.

Viðar Ari Jónsson kom Sandefjord á bragðið gegn Brann þegar hann jafnaði metin í 1-1 eftir fimmtán mínútna leik en leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem Brann gerði jöfnunarmark á 96.mínútu.

Brynjólfur Andersen Willumsson lék síðari hálfleikinn fyrir Kristiansund sem steinlá fyrir Stabæk á útivelli, 3-0.

Þá er Alfons Sampsted á sínum stað í liði Bodo/Glimt sem er að leika gegn Lilleström en stöðva þurfti leikinn í talsverðan tíma til að moka snjó af vellinum í Bodo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×