Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Um 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti í umferðinni, sem setur Ísland í 17. sæti á lista Evrópuþjóða í þeim efnum. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst á alþjóðlegum minningardegi í dag.

Fjallað verður um stöðuna í þessum málum í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir tímabært að ríki heims fari að ræða bólusetningarskyldu af alvöru. Menntamálaráðherra segir að styðja þurfi betur við skóla sem lenda í slæmum hópsýkingum af völdum veirunnar.

Þá verður rætt við héraðsdómara og lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík sem segir það ekki svo að réttarkerfið trúi ekki þolendum kynferðisbrota. Hins vegar þurfi að fylgja laganna bókstaf þegar slík mál rati til lögreglu og dómstóla.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×