Fótbolti

Felipe kom Atletico til bjargar á ögurstundu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað
Sigurmarkinu fagnað vísir/Getty

Atletico Madrid vann nauman en mikilvægan sigur á Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Atletico Madrid  eitt af fjórum liðum sem eru í harðri baráttu á toppi deildarinnar og máttu lærisveinar Diego Simeone illa við því að misstíga sig þegar Osasuna kom í heimsókn á Wanda Metropolitano leikvanginn í kvöld.

Leikurinn var markalaus lengst af og stefndi í markalaust jafntefli.

Allt þar til brasilíski varnarmaðurinn Felipe kom heimamönnum til bjargar og skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Yannick Carrasco á 87.mínútu.

Lokatölur 1-0 og Atletico tveimur stigum á eftir toppliði Sevilla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.