Innlent

Fær ekki að flytja inn blendings­hund

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mynd af sambærilegum blendingshundi: American Staffordshire Terrier.
Mynd af sambærilegum blendingshundi: American Staffordshire Terrier. Getty Images

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar um synjun innflutnings á blendingshundi til Íslands í vikunni. Málið hefur áður komið inn á borð ráðuneytisins. Hundurinn er af tegundinni American Staffordshire Terrier.

Matvælastofnun bannaði innflutninginn á þeim grundvelli að um væri að ræða tegund sem mjög erfitt væri að aðgreina frá öðrum bönnuðum tegundum: Pit Bull Terrier eða Staffordshire Bull Terrier. Þær ástæður sem liggja fyrir banni við innflutningi á þeim tegundum eigi einnig við um blendinga af tegundinni American Staffordshire Terrier.

Sjá einnig: Fær ekki að fyltja inn American Pit Bull Terrier

Eigandi hundsins sagði að synjunin væri afar íþyngjandi. Þá benti hann til þess að Matvælastofnun hafi heimild til að víkja frá banninu og benti á að stofnunin hafi áður vikið frá lögunum og leyft innflutning á hundi af tegundinni English Bull Terrier.

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti hins vegar ákvörðun Matvælastofnunar og vísaði meðal annars til umsagnar Matvælastofnunar. Þá taldi ráðuneytið að möguleg hætta geti stafað af innflutningi blendingshunda af tegundinni sökum líkinda blendingshundins og þeirra sem eru á lista yfir bannaðar tegundir hér á landi. Úrskurðinn má lesa hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×