Innlent

Ey­dís tekur við Náttúru­fræði­stofnun og Gunnar Haukur við Land­mælingum

Atli Ísleifsson skrifar
Eydís Líndal Finnbogadóttir og Gunnar Haukur Kristinsson.
Eydís Líndal Finnbogadóttir og Gunnar Haukur Kristinsson. Stjórnarráðið

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett Eydísi Líndal Finnbogadóttur, forstjóra Landmælinga Íslands tímabundið í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, eða til eins árs. 

Í tilkynningu kemur fram að Eydís taki við embættinu af Þorkeli Lindberg Þórarinssyni, sem hefur látið að störfum af eigin ósk og ákveðið að hverfa til síns fyrra starfs hjá Náttúrustofu Norðausturlands.

„Við embætti Eydísar hjá Landmælingum tekur Gunnar Haukur Kristinsson til eins árs, en hann hefur undanfarið verið staðgengill Eydísar.

Eydís hefur starfað hjá Landmælingum frá árinu 1999 og sem forstjóri stofnunarinnar frá 2019, eftir að hafa áður verið settur forstjóri frá 2018 og staðgengill forstjóra frá 2007.

Þorkell Lindberg er hættur en aðeins eitt ár er liðið frá því hann var skipaður forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Eydís er með B.Sc.-gráðu í jarðfræði og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið M.sc (Candidat) í jarðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla, M.sc í opinberri stjórnsýslu (MPA) og Dipl. í Alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Eydís er með landvarðaréttindi auk leiðsögumannaréttinda frá Menntaskólanum í Kópavogi.

Gunnar Haukur hefur starfað hjá Landmælingum frá árinu 1999 og sem forstöðumaður sviðs frá 2011. Hann hefur verið staðgengill forstjóra frá 2019.

Gunnar Haukur er með B.Sc.-gráðu í Landafræði og Diplómu í Landafræði frá Kaupmannahafnarháskóla,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.