Létti sig um 33 kíló á einu ári þegar hann var að undirbúa sig að koma út úr skápnum Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2021 10:00 Friðrik Ómar kom formlega út úr skápnum árið 2006 þegar hann var 25 ára. Vísir/vilhelm Friðrik Ómar Hjörleifsson er einn vinsælasti söngvari landsins og hefur verið það heillengi. Friðrik er með skemmtilegri mönnum landsins og nánast alltaf í góðu skapi. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um tímann þegar hann létti sig um rúmlega þrjátíu kíló á einu ári. „Ég kem hingað suður árið 2003 og byrja borða skyr, sem var voðalega vinsælt þá. Það virkaði þó það sé nú töluvert mikill sykur í því. Ég fékk mér einkaþjálfara og þetta gekk nokkuð hratt. Ég fer úr 96 kílóum niður í 63 kíló á svona einu ári,“ segir Friðrik og heldur áfram. „Ég fór ekki í hjáveituaðgerð og gerði þetta bara sjálfur. Í minningunni var ég ekki að svelta mig eða neitt svoleiðis. Það var bara eitthvað svo mikið að gerast hjá mér. Ég var að undirbúa að koma út úr skápnum, ég var hrifinn af strák og þetta gerist allt saman í einum graut. Ég missi þarna sveindóminn 25 ára og hafði ekki verið með konu eða neitt á þessum tíma,“ segir Friðrik sem kom síðan út úr skápnum árið 2006. „Ég var samt búinn að segja mömmu áður og vinum og fleirum. Þau bara fóru að hlægja og vissu þetta tíu árum áður. Þetta var að einhverju leyti erfitt skref því maður býr til svo mikið í hausnum á sér og ákveður fyrir fram hvernig fólk bregst við.“ Friðrik ræður um þennan tíma þegar 19 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um tímann þegar hann létti sig um rúmlega þrjátíu kíló á einu ári. „Ég kem hingað suður árið 2003 og byrja borða skyr, sem var voðalega vinsælt þá. Það virkaði þó það sé nú töluvert mikill sykur í því. Ég fékk mér einkaþjálfara og þetta gekk nokkuð hratt. Ég fer úr 96 kílóum niður í 63 kíló á svona einu ári,“ segir Friðrik og heldur áfram. „Ég fór ekki í hjáveituaðgerð og gerði þetta bara sjálfur. Í minningunni var ég ekki að svelta mig eða neitt svoleiðis. Það var bara eitthvað svo mikið að gerast hjá mér. Ég var að undirbúa að koma út úr skápnum, ég var hrifinn af strák og þetta gerist allt saman í einum graut. Ég missi þarna sveindóminn 25 ára og hafði ekki verið með konu eða neitt á þessum tíma,“ segir Friðrik sem kom síðan út úr skápnum árið 2006. „Ég var samt búinn að segja mömmu áður og vinum og fleirum. Þau bara fóru að hlægja og vissu þetta tíu árum áður. Þetta var að einhverju leyti erfitt skref því maður býr til svo mikið í hausnum á sér og ákveður fyrir fram hvernig fólk bregst við.“ Friðrik ræður um þennan tíma þegar 19 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira