Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA takast á í Pallborðinu Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2021 11:48 Á sama tíma og forysta verkalýðshreyfingarinnar kallar eftir kjarabótum vegna hækkunar vaxta segir forysta atvinnulífsins að ekki sé innistæða fyrir öllum þeim launahækkunum sem eiga eftir að koma til framkvæmda samkvæmt lífskjarasamningunum frá árinu 2019. Vísir Seðlabankastjóri varpaði sprengju inn í stöðuna á vinnumarkaði í gær þegar hann sagði óheppilegt að launafólk fengi greiddan hagvaxtarauka ofan á laun sín næsta vor. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi í dag til að ræða vaxandi óróa í samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt lífskjarasamningunum frá árinu 2019 á launafólk að njóta aukins hagvaxtar milli áranna 2020 og 2021 með svo kölluðum hagvaxtarauka sem leggist ofan á taxta og mánaðarlaun í maí á næsta ári. Greiðslurnar geta verið allt frá 2.250 krónum upp í 13 þúsund krónur. Þær greiðslur kæmu til viðbótar almennum launahækkunum um áramótin. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarið sem hækkaði meginvexti sína í fjórða skiptið á þessu ári í gær og þá um 0,5 prósentur. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafa sagt að aukin útgjöld heimilanna vegna hækkunar vaxta verði sótt í næstu kjarasamningum sem þegar er byrjað að undirbúa. Ásgeir Jónsson segir mikla hækkun á verði íbúðarhúsnæðis, hrávöru í útlöndum og miklar launahækkanir sameiginlega kynda undir verðbólgunni. Fullyrðingar um áhrif launa hafa ekki vakið mikla gleði í ranni verkalýðsforystunnar.Vísir/Vilhelm Þar má því reikna með að mætist stálin stinn því Samtök atvinnulífsins hafa haldið því fram allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á með tilheyrandi falli havaxtar í fyrra að ekki væri innistæða fyrir öllum þeim launahækkunum sem samið var um í lífskjarasamningunum. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Drífu og Halldór Benjamín í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Reikna má með að þau takist á um þær launahækkanir sem eiga eftir að koma til framkvæmda á samningstímanum og hagvaxtaraukan sem koma á til framkvæmda næsta vor. Pallborðið Seðlabankinn Kjaramál Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri: „SA sömdu klárlega af sér" „Ég er hissa að séu stórar yfirlýsingar um að himinn og jörð séu að farast þegar við erum fyrirsjáanlega að hækka vexti núna. Vextir eru í 2 prósentum. Þeir voru í 4,5 prósentum þegar Lífskjarasamningurinn var gerður. Mér finnst svona yfirlýsingar úr korti við alla skynsemi og úr takti við raunveruleikann,” sagði Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs Íslands sem fram fór í morgun og bar yfirskriftina Er vinnumarkaðurinn týndi hlekkurinn? 18. nóvember 2021 10:09 Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. 17. nóvember 2021 21:42 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Samkvæmt lífskjarasamningunum frá árinu 2019 á launafólk að njóta aukins hagvaxtar milli áranna 2020 og 2021 með svo kölluðum hagvaxtarauka sem leggist ofan á taxta og mánaðarlaun í maí á næsta ári. Greiðslurnar geta verið allt frá 2.250 krónum upp í 13 þúsund krónur. Þær greiðslur kæmu til viðbótar almennum launahækkunum um áramótin. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarið sem hækkaði meginvexti sína í fjórða skiptið á þessu ári í gær og þá um 0,5 prósentur. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafa sagt að aukin útgjöld heimilanna vegna hækkunar vaxta verði sótt í næstu kjarasamningum sem þegar er byrjað að undirbúa. Ásgeir Jónsson segir mikla hækkun á verði íbúðarhúsnæðis, hrávöru í útlöndum og miklar launahækkanir sameiginlega kynda undir verðbólgunni. Fullyrðingar um áhrif launa hafa ekki vakið mikla gleði í ranni verkalýðsforystunnar.Vísir/Vilhelm Þar má því reikna með að mætist stálin stinn því Samtök atvinnulífsins hafa haldið því fram allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á með tilheyrandi falli havaxtar í fyrra að ekki væri innistæða fyrir öllum þeim launahækkunum sem samið var um í lífskjarasamningunum. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Drífu og Halldór Benjamín í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Reikna má með að þau takist á um þær launahækkanir sem eiga eftir að koma til framkvæmda á samningstímanum og hagvaxtaraukan sem koma á til framkvæmda næsta vor.
Pallborðið Seðlabankinn Kjaramál Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri: „SA sömdu klárlega af sér" „Ég er hissa að séu stórar yfirlýsingar um að himinn og jörð séu að farast þegar við erum fyrirsjáanlega að hækka vexti núna. Vextir eru í 2 prósentum. Þeir voru í 4,5 prósentum þegar Lífskjarasamningurinn var gerður. Mér finnst svona yfirlýsingar úr korti við alla skynsemi og úr takti við raunveruleikann,” sagði Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs Íslands sem fram fór í morgun og bar yfirskriftina Er vinnumarkaðurinn týndi hlekkurinn? 18. nóvember 2021 10:09 Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. 17. nóvember 2021 21:42 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Seðlabankastjóri: „SA sömdu klárlega af sér" „Ég er hissa að séu stórar yfirlýsingar um að himinn og jörð séu að farast þegar við erum fyrirsjáanlega að hækka vexti núna. Vextir eru í 2 prósentum. Þeir voru í 4,5 prósentum þegar Lífskjarasamningurinn var gerður. Mér finnst svona yfirlýsingar úr korti við alla skynsemi og úr takti við raunveruleikann,” sagði Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs Íslands sem fram fór í morgun og bar yfirskriftina Er vinnumarkaðurinn týndi hlekkurinn? 18. nóvember 2021 10:09
Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. 17. nóvember 2021 21:42
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20
Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14