Hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 19:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum. Tuttugu þúsund Íslendingar fengu þriðja skammt í fyrstu viku bólusetningarátaks, færri en vonast var til. Rétt rúmlega sex þúsund manns mættu í örvunarskammt í Laugardalshöll og mæting um 67 prósent, eins og dagana tvo á undan. Skipuleggjendur bjuggu sig undir allt að átta þúsund manns á dag og mæting því nokkuð lakari en búist var við. Áhersla á einingu Undanfarna daga hefur hugmyndum um aukið frelsi handa bólusettum umfram óbólusetta, eða minna bólusetta, verið velt upp, til dæmis í formi kórónuveirupassa. Sóttvarnalæknir segir í pistli í dag að ekki séu faglegar forsendur fyrir slíku hér á landi að svo stöddu - og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tekur í sama streng. „Sjálf hef ég alltaf lagt mjög mikla áherslu á að það sé eining í samfélaginu, og mér finnst það skipta mjög miklu máli að við tökum engar ákvarðanir sem snúast um það að skipta fólki í hópa eða búa til einhverja póla í samfélaginu,“ segir Svandís. Þannig að þú værir ekki hrifin af því að þessu yrði komið á? „Ég er ekki spennt fyrir því, nei. Mér finnst mikilvægt að halda þessari samstöðu í samfélaginu eins mikið og hægt er og ég held að það sé einn af okkar mestu styrkleikum.“ Engar umræður um hertar aðgerðir 144 greindust innanlands í gær. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum sagði í gær að ef ekki yrði lát á háum smittölum næstu daga yrði að skoða hvort herða ætti aðgerðir - og sóttvarnalæknir kvaðst horfa til vikuloka í þeim efnum. Svandís segir að fylgst sé vel með stöðunni en bendir á að stutt sé síðan núgildandi aðgerðir tóku gildi. Þannig að það eru engar umræður um mögulegar hertar aðgerðir byrjaðar? „Nei,“ segir Svandís. Ekkert bólar enn á nýrri farsóttardeild á Landspítala en um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi ráðuneytinu drög að útfærslu hennar. Svandís segir að enn eigi eftir að tryggja fjármagn en býst við að deildin komist í gagnið innan mánaða. „Ég vil bara fullvissa Landspítala um að það er unnið að þessu verkefni eins og öðrum sem við höfum verið að vinna að með spítalanum til þess að styrkja þar allan viðbúnað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður í kvöldfréttum Sýnar Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Sjá meira
Rétt rúmlega sex þúsund manns mættu í örvunarskammt í Laugardalshöll og mæting um 67 prósent, eins og dagana tvo á undan. Skipuleggjendur bjuggu sig undir allt að átta þúsund manns á dag og mæting því nokkuð lakari en búist var við. Áhersla á einingu Undanfarna daga hefur hugmyndum um aukið frelsi handa bólusettum umfram óbólusetta, eða minna bólusetta, verið velt upp, til dæmis í formi kórónuveirupassa. Sóttvarnalæknir segir í pistli í dag að ekki séu faglegar forsendur fyrir slíku hér á landi að svo stöddu - og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tekur í sama streng. „Sjálf hef ég alltaf lagt mjög mikla áherslu á að það sé eining í samfélaginu, og mér finnst það skipta mjög miklu máli að við tökum engar ákvarðanir sem snúast um það að skipta fólki í hópa eða búa til einhverja póla í samfélaginu,“ segir Svandís. Þannig að þú værir ekki hrifin af því að þessu yrði komið á? „Ég er ekki spennt fyrir því, nei. Mér finnst mikilvægt að halda þessari samstöðu í samfélaginu eins mikið og hægt er og ég held að það sé einn af okkar mestu styrkleikum.“ Engar umræður um hertar aðgerðir 144 greindust innanlands í gær. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum sagði í gær að ef ekki yrði lát á háum smittölum næstu daga yrði að skoða hvort herða ætti aðgerðir - og sóttvarnalæknir kvaðst horfa til vikuloka í þeim efnum. Svandís segir að fylgst sé vel með stöðunni en bendir á að stutt sé síðan núgildandi aðgerðir tóku gildi. Þannig að það eru engar umræður um mögulegar hertar aðgerðir byrjaðar? „Nei,“ segir Svandís. Ekkert bólar enn á nýrri farsóttardeild á Landspítala en um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi ráðuneytinu drög að útfærslu hennar. Svandís segir að enn eigi eftir að tryggja fjármagn en býst við að deildin komist í gagnið innan mánaða. „Ég vil bara fullvissa Landspítala um að það er unnið að þessu verkefni eins og öðrum sem við höfum verið að vinna að með spítalanum til þess að styrkja þar allan viðbúnað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður í kvöldfréttum Sýnar Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Sjá meira