Telur ekki faglegar forsendur fyrir að mismuna bólusettum og óbólusettum að svo stöddu Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2021 13:29 Þórólfur Guðnason segir að ef ljós kemur að smit séu mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verði kominn grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta. Það sé þó alltaf pólitísk og siðferðisleg að grípa til slíkra ráða. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að miklar sveiflur hafi verið í fjölda daglegra smita frá því að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi og því sé ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Hann segir jafnframt í tengslum við umræðu síðustu daga að ekki séu faglegar forsendur fyrir því að svo stöddu að mismuna bólusettum og óbólusettum. Þetta segir Þórólfur í færslu sóttvarnalæknis á síðunni Covid.is. Hann segir að fjöldi innlagna á sjúkrahús hafi aukist séu nú átján á Landspítalanum vegna Covid-19 og þá liggi þrír inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á Landspítala séu fjórir á gjörgæsludeild. Sóttvarnalæknir segir þó vert að minna á að alvarleg veikindi komi ekki fram fyrr en á fyrstu til annarri viku veikinda og því muni líða um tvær vikur að merkja fækkun í innlögnum í kjölfar hertra aðgerða. Hins vegar megi búast við að sjá fækkun daglegra smita um það bil sjö dögum eftir að aðgerðir voru hertar ef þær beri þá árangur á annað borð. Deilan um réttindi bólusettra umfram óbólusettra Í færslunni ræðir Þórólfur einnig þá umræðu sem hafi verði síðustu daga um hvort fullbólusettir einstaklingar með tveimur sprautum gegn COVID-19 eigi að njóta réttinda í samfélaginu umfram óbólusetta. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni því á undanförnum árum hefur oft verið rætt um hvort gera eigi bólusetningar barna að skyldubólusetningu, sérstaklega í þau fáu skipti þegar aukning verður á bólusetningasjúkdómum. Sóttvarnalæknir hefur löngum haft þá afstöðu að varasamt sé að gera bólusetningar að skyldu af þeirri ástæðu að þátttaka hér í almennum bólusetningum er með ágætum og því gæti slík ákvörðun skapað önnur vandamál sem leitt gæti til minni þátttöku og meiri smithættu í samfélaginu.“ Verði að byggja á faglegum forsendum Þórólfur segir að umræðu undanfarinna daga um aukin réttindi fullbólusettra verði að byggja á faglegum forsendum. „Veitir full bólusetning með tveimur sprautum gegn COVID-19 það mikla vernd gegn smiti að það réttlæti mismunun bólusettra og óbólusettra? Niðurstöður rannsókna hafa sýnt, að full bólusetning veitir um 50% vernd gegn smiti og 90% vernd gegn alvarlegum veikindum. Gögn okkar hér á landi sýna jafnframt að flestir sem greinast (60%) eru fullbólusettir og um 50% þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús eru fullbólusettir. Hins vegar virðast fullbólusettir (skv. upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum) fá vægari einkenni og dvelja skemur á sjúkrahúsi ef þeir þurfa á annað borð að leggjast inn. Ávinningur af bólusetningu með tveimur skömmtum er því ótvíræður. Þó að óbólusettir séu um þrefalt líklegri til að smitast af COVID-19 og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús þá er ekki hægt að segja að núverandi bylgja sé orsökuð og drifin áfram af smitum frá óbólusettum. Því er ekki líklegt að jafnvel þó allir hér á landi yrðu fullbólusettir með tveimur skömmtum, að smit í samfélaginu myndu stöðvast og ásættanlega staða myndi skapast á sjúkrahúsum. Því tel ég ekki faglegar forsendur vera fyrir því á þessari stundu að mismuna bólusettum og óbólusettum í samfélaginu,“ segir sóttvarnalæknir. Pólitísk og siðferðisleg spurning En áfram spyr Þórólfur: „Breytir örvunarbólusetning með þriðja skammti þá faglegum forsendum hvað varðar mismunun á þeim sem fá þriðja skammtinn og öðrum? Í dag er ekki hægt að fullyrða að bólusetning með örvunarskammti muni vernda að mestu gegn smiti. Erlendar rannsóknir gefa þó vonir um að verndin sé veruleg umfram skammt númer tvö og því eru allir hvattir til að mæta í örvunarbólusetninguna þegar boð berast. Sóttvarnalæknir mun áfram sem hingað til fylgjast náið með bólusetningastöðu þeirra sem greinast og því mun verða hægt að svara spurningunni um árangur örvunarskammtsins að nokkrum vikum eða mánuðum liðnum.“ Að lokum hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarskammtinn sem í boði er. „Ef í ljós kemur að smit eru mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verður kominn grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta. Slík ákvörðun verður þó alltaf pólitísk og siðfræðileg og verður ekki tekin af öðrum en stjórnvöldum,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. 16. nóvember 2021 11:24 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Þetta segir Þórólfur í færslu sóttvarnalæknis á síðunni Covid.is. Hann segir að fjöldi innlagna á sjúkrahús hafi aukist séu nú átján á Landspítalanum vegna Covid-19 og þá liggi þrír inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á Landspítala séu fjórir á gjörgæsludeild. Sóttvarnalæknir segir þó vert að minna á að alvarleg veikindi komi ekki fram fyrr en á fyrstu til annarri viku veikinda og því muni líða um tvær vikur að merkja fækkun í innlögnum í kjölfar hertra aðgerða. Hins vegar megi búast við að sjá fækkun daglegra smita um það bil sjö dögum eftir að aðgerðir voru hertar ef þær beri þá árangur á annað borð. Deilan um réttindi bólusettra umfram óbólusettra Í færslunni ræðir Þórólfur einnig þá umræðu sem hafi verði síðustu daga um hvort fullbólusettir einstaklingar með tveimur sprautum gegn COVID-19 eigi að njóta réttinda í samfélaginu umfram óbólusetta. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni því á undanförnum árum hefur oft verið rætt um hvort gera eigi bólusetningar barna að skyldubólusetningu, sérstaklega í þau fáu skipti þegar aukning verður á bólusetningasjúkdómum. Sóttvarnalæknir hefur löngum haft þá afstöðu að varasamt sé að gera bólusetningar að skyldu af þeirri ástæðu að þátttaka hér í almennum bólusetningum er með ágætum og því gæti slík ákvörðun skapað önnur vandamál sem leitt gæti til minni þátttöku og meiri smithættu í samfélaginu.“ Verði að byggja á faglegum forsendum Þórólfur segir að umræðu undanfarinna daga um aukin réttindi fullbólusettra verði að byggja á faglegum forsendum. „Veitir full bólusetning með tveimur sprautum gegn COVID-19 það mikla vernd gegn smiti að það réttlæti mismunun bólusettra og óbólusettra? Niðurstöður rannsókna hafa sýnt, að full bólusetning veitir um 50% vernd gegn smiti og 90% vernd gegn alvarlegum veikindum. Gögn okkar hér á landi sýna jafnframt að flestir sem greinast (60%) eru fullbólusettir og um 50% þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús eru fullbólusettir. Hins vegar virðast fullbólusettir (skv. upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum) fá vægari einkenni og dvelja skemur á sjúkrahúsi ef þeir þurfa á annað borð að leggjast inn. Ávinningur af bólusetningu með tveimur skömmtum er því ótvíræður. Þó að óbólusettir séu um þrefalt líklegri til að smitast af COVID-19 og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús þá er ekki hægt að segja að núverandi bylgja sé orsökuð og drifin áfram af smitum frá óbólusettum. Því er ekki líklegt að jafnvel þó allir hér á landi yrðu fullbólusettir með tveimur skömmtum, að smit í samfélaginu myndu stöðvast og ásættanlega staða myndi skapast á sjúkrahúsum. Því tel ég ekki faglegar forsendur vera fyrir því á þessari stundu að mismuna bólusettum og óbólusettum í samfélaginu,“ segir sóttvarnalæknir. Pólitísk og siðferðisleg spurning En áfram spyr Þórólfur: „Breytir örvunarbólusetning með þriðja skammti þá faglegum forsendum hvað varðar mismunun á þeim sem fá þriðja skammtinn og öðrum? Í dag er ekki hægt að fullyrða að bólusetning með örvunarskammti muni vernda að mestu gegn smiti. Erlendar rannsóknir gefa þó vonir um að verndin sé veruleg umfram skammt númer tvö og því eru allir hvattir til að mæta í örvunarbólusetninguna þegar boð berast. Sóttvarnalæknir mun áfram sem hingað til fylgjast náið með bólusetningastöðu þeirra sem greinast og því mun verða hægt að svara spurningunni um árangur örvunarskammtsins að nokkrum vikum eða mánuðum liðnum.“ Að lokum hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarskammtinn sem í boði er. „Ef í ljós kemur að smit eru mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verður kominn grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta. Slík ákvörðun verður þó alltaf pólitísk og siðfræðileg og verður ekki tekin af öðrum en stjórnvöldum,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. 16. nóvember 2021 11:24 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. 16. nóvember 2021 11:24