Innlent

144 greindust innan­lands í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Bólusetningar hófust í Laugardalshöllinni í Reykjavík á ný fyrr í vikunni.
Bólusetningar hófust í Laugardalshöllinni í Reykjavík á ný fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm

144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent.

Þetta kemur fram á síðunni covid.is. 1.783 eru nú í einangrun vegna Covid-19, en voru 1.773 í gær. 2.503 eru nú í sóttkví, en voru 2.636 í gær. 246 eru nú í skimunarsóttkví.

21 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19, samanborið við 25 í gær. Þá eru fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19 líkt og í gær. Á vef Landspítalans má sjá að af þeim átján sem þar eru inniliggjandi vegna Covid-19 eru átta bólusettir og tíu óbólusettir. Meðalaldur inniliggjandi er 57 ár.

Tólf smit kom upp á landamærunum í gær – allt virk smit í fyrri landamæraskimun.

Alls hafa 16.113 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 34 andlát verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 567,2, en var 552,8 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 30,0 en var 27,3 í gær.

Alls voru tekin 2.473 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 1.759 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 844 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.