Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 13:01 Bent var á að starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna hafi oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. Vísir/Vilhelm Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Bent var á að starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna hafi oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir um sjálfstætt starfandi leikskóla að ræða sem þurfi að fara eftir viðmiðun Reykjavíkurborgar í starfi sínu. Ef miklir vankantar séu á því sé hægt að rjúfa samninga við stofnanir. „Þetta er alvarlegt mál og það bera að skoða ofan í kjölinn. Það skiptir miklu máli að þær athugasemdir sem gerðar eru birtist í gögnum. Það sem við erum að gera núna er að fá svör og skýringar áður en ákvörðun um framhaldið er tekin,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort að grunsemdir hafi vaknað í úttektinni um að fleiri börn hafi sætt kynferðisofbeldi skólanum svarar Helgi: „Nei. Við höfum engar upplýsingar um það.“ Hann segir að viðtöl við aðstandendur skólans standi nú yfir. „Við áttum fund með aðstandendum skólans í gær og höldum þeim áfram í dag þar sem við leggjum fram ýmsar spurningar sem við viljum fá svör við varðandi reksturinn. Og gerum svo skýrslu um málið sem við búumst við að verði tilbúin í næstu viku,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort margir foreldrar barna í skólanum hafi beðið um flutning fyrir börn sín svarar Helgi. „Það hafa einhverjar slíkar beiðnir borist en ég hef ekki yfirlit yfir fjölda þeirra.“ Helgi segir að málið í heild sýni mikilvægi þess að borgin hafi skýra samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um viðmið í starfi með börnum og starfsfólki. „ Við erum t.d. að skoða hvort ástæða sé til að gera þær kröfur til sjálfstætt starfandi skóla að leikskólastjórar séu ávallt í fullu starfi eins og hjá leikskólum á vegum borgarinnar. Þá er verið að kanna hvort borgin setji inn í samninga að þurfi að koma yfirlýsing frá stéttarfélögum um að laun og aðbúnaður starfsmanna í sjálfstætt starfandi leikskólum sé í samræmi við kjarasamninga. Við ætlum að rýna mjög vel viðmið okkar gagnvart þeim sjálfstæðu skólum sem eru til staðar,“ segir Helgi að lokum. Starfsemi Sælukots Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. 15. nóvember 2021 19:08 Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Bent var á að starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna hafi oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir um sjálfstætt starfandi leikskóla að ræða sem þurfi að fara eftir viðmiðun Reykjavíkurborgar í starfi sínu. Ef miklir vankantar séu á því sé hægt að rjúfa samninga við stofnanir. „Þetta er alvarlegt mál og það bera að skoða ofan í kjölinn. Það skiptir miklu máli að þær athugasemdir sem gerðar eru birtist í gögnum. Það sem við erum að gera núna er að fá svör og skýringar áður en ákvörðun um framhaldið er tekin,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort að grunsemdir hafi vaknað í úttektinni um að fleiri börn hafi sætt kynferðisofbeldi skólanum svarar Helgi: „Nei. Við höfum engar upplýsingar um það.“ Hann segir að viðtöl við aðstandendur skólans standi nú yfir. „Við áttum fund með aðstandendum skólans í gær og höldum þeim áfram í dag þar sem við leggjum fram ýmsar spurningar sem við viljum fá svör við varðandi reksturinn. Og gerum svo skýrslu um málið sem við búumst við að verði tilbúin í næstu viku,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort margir foreldrar barna í skólanum hafi beðið um flutning fyrir börn sín svarar Helgi. „Það hafa einhverjar slíkar beiðnir borist en ég hef ekki yfirlit yfir fjölda þeirra.“ Helgi segir að málið í heild sýni mikilvægi þess að borgin hafi skýra samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um viðmið í starfi með börnum og starfsfólki. „ Við erum t.d. að skoða hvort ástæða sé til að gera þær kröfur til sjálfstætt starfandi skóla að leikskólastjórar séu ávallt í fullu starfi eins og hjá leikskólum á vegum borgarinnar. Þá er verið að kanna hvort borgin setji inn í samninga að þurfi að koma yfirlýsing frá stéttarfélögum um að laun og aðbúnaður starfsmanna í sjálfstætt starfandi leikskólum sé í samræmi við kjarasamninga. Við ætlum að rýna mjög vel viðmið okkar gagnvart þeim sjálfstæðu skólum sem eru til staðar,“ segir Helgi að lokum.
Starfsemi Sælukots Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. 15. nóvember 2021 19:08 Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. 15. nóvember 2021 19:08
Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06