Gátu ekkert gert nema fylgjast með ferðamanninum fljóta burt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2021 22:24 Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi. Vísir/Friðrik Þór Aðstæður í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem ung kínversk kona lést af slysförum voru það erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarmenn í hættu við að reyna að bjarga konunni. Var lítið annað hægt að gera en að fylgjast með henni fljóta burt. Þetta kemur fram í færslu Lögreglunnar á Suðurlandi þar sem fram kemur að aðstæðurnar í Reynisfjöru þegar slysið átti sér stað hafi verið einhverjar þær erfiðustu sem hjálparaðilar lenda í. Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar í Reynisfjöru síðastliðinn miðvikudag þegar tilkynning barst um að ferðamaður hafði farið í sjóinn. Aðstæður reyndust afar erfiðar til leitar og björgunar, og reyndist lítið hægt að gera þegar á hólminn var komið. „Mikið brim var á þessum tíma við ströndina og reyndist ekki óhætt að sjósetja báta til björgunar. Ljóst er að þessar aðstæður eru einhverjar þær erfiðustu sem hjálparaðilar lenda í enda gengur þjálfun þeirra út á leit og björgun,“ segir í færslu lögreglunnar. Voru aðstæður svo erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarsveitarmenn í hættu við að reyna að ná til konunnar, sem reyndist vera ungur kínverskur ferðamaður á ferð um landið. „Þarna þurfti að taka ákvörðun um að aðhafast ekki, vegna þeirrar hættu sem björgunaraðilum var búin, með þeim björgum sem tiltækar voru að öðru leiti en því að fylgjast með manneskjunni þar sem hún sást fyrst um sinn frá landinu á floti í sjónum. Engum dylst að slíkt reynir á alla sem að málinu komu.“ Liðsmenn Landhelgisgæslunnar fundu konuna í sjónum og var hún hífð um borð. Var hún flutt á heilsugæsluna í Vík þar sem hún var úrskurðuð látin. Frá því að slysið varð hefur verið tekist á um hver beri ábyrgð á að nauðsynlegur öryggisbúnaður verði settur upp. Björgunarsveitarmenn hafa sagt að það strandi á landeigendum. Einn af landeigendum í Reynisfjöru hefur hins vegar vísað því á bug. Alls hafa ellefu alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru síðustu sjö árin, þar af hafa fjórir látist. Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Björgunarsveitir Reynisfjara Tengdar fréttir Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. 13. nóvember 2021 09:01 Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30 Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52 Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10. nóvember 2021 16:39 Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Erlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Lögreglunnar á Suðurlandi þar sem fram kemur að aðstæðurnar í Reynisfjöru þegar slysið átti sér stað hafi verið einhverjar þær erfiðustu sem hjálparaðilar lenda í. Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar í Reynisfjöru síðastliðinn miðvikudag þegar tilkynning barst um að ferðamaður hafði farið í sjóinn. Aðstæður reyndust afar erfiðar til leitar og björgunar, og reyndist lítið hægt að gera þegar á hólminn var komið. „Mikið brim var á þessum tíma við ströndina og reyndist ekki óhætt að sjósetja báta til björgunar. Ljóst er að þessar aðstæður eru einhverjar þær erfiðustu sem hjálparaðilar lenda í enda gengur þjálfun þeirra út á leit og björgun,“ segir í færslu lögreglunnar. Voru aðstæður svo erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarsveitarmenn í hættu við að reyna að ná til konunnar, sem reyndist vera ungur kínverskur ferðamaður á ferð um landið. „Þarna þurfti að taka ákvörðun um að aðhafast ekki, vegna þeirrar hættu sem björgunaraðilum var búin, með þeim björgum sem tiltækar voru að öðru leiti en því að fylgjast með manneskjunni þar sem hún sást fyrst um sinn frá landinu á floti í sjónum. Engum dylst að slíkt reynir á alla sem að málinu komu.“ Liðsmenn Landhelgisgæslunnar fundu konuna í sjónum og var hún hífð um borð. Var hún flutt á heilsugæsluna í Vík þar sem hún var úrskurðuð látin. Frá því að slysið varð hefur verið tekist á um hver beri ábyrgð á að nauðsynlegur öryggisbúnaður verði settur upp. Björgunarsveitarmenn hafa sagt að það strandi á landeigendum. Einn af landeigendum í Reynisfjöru hefur hins vegar vísað því á bug. Alls hafa ellefu alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru síðustu sjö árin, þar af hafa fjórir látist.
Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Björgunarsveitir Reynisfjara Tengdar fréttir Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. 13. nóvember 2021 09:01 Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30 Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52 Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10. nóvember 2021 16:39 Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Erlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira
Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. 13. nóvember 2021 09:01
Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30
Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52
Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10. nóvember 2021 16:39
Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49