Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 12:52 Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. Lögregla á Suðurlandi rannsakar slysið en ung kínversk kona lést þegar hún barst út á sjó með öldu. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að tekin hafi verið skýrsla af samferðafólki konunnar í gærkvöldi. Þá sé fyrirhuguð krufning á líki hennar. Konan var í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða en málið er í ferli þar innanhúss, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Getur verið betra að synda frá fjörunni Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg var í aðgerðastjórn vegna slyssins í gær. Hann segir aðstæður í Reynisfjöru hafa verið afar erfiðar. „Sem betur fer náðu þrír að krafla sig upp í fjöruna aftur, rennblaut, en því miður fór það svo að ein kona nær því ekki og dregst þarna út með öldunni. Þá er erfitt að koma við björgun fyrr en viðkomandi er kominn út fyrir ölduna og út á lygnan sjó. En það átta sig ekki allir á því að það getur verið betra að synda frá fjörunni heldur en að fjörunni,“ segir Jónas. Ótækt að ekki sé hægt að taka skrefið Slysið í gær er fimmta banaslysið í Reynisfjöru undanfarinn rúman áratug. Í fjörunni eru skilti sem vara við hættunni, auk björgunarhringja og fleira. Þá séu leiðsögumenn duglegir að upplýsa hópa sína. Jónas bendir hins vegar á að til hafi staðið að setja upp viðvörunarfána, blikkljós og jafnvel hlið þannig að loka mætti fjörunni þegar aðstæður eru sérstaklega slæmar. „Ferðamálaráðherra var búinn að tryggja fjármagn til að koma þessu upp og gera þetta en því miður strandaði málið á hluta landeigenda sem sem höfnuðu þessu bara. Okkur sem störfum að slysavörnum finnst auðvitað ótækt að ekki sé hægt að taka þetta skref í öryggisátt, sem væri stórt skref þarna í fjörunni,“ segir Jónas. Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49 Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Lögregla á Suðurlandi rannsakar slysið en ung kínversk kona lést þegar hún barst út á sjó með öldu. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að tekin hafi verið skýrsla af samferðafólki konunnar í gærkvöldi. Þá sé fyrirhuguð krufning á líki hennar. Konan var í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða en málið er í ferli þar innanhúss, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Getur verið betra að synda frá fjörunni Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg var í aðgerðastjórn vegna slyssins í gær. Hann segir aðstæður í Reynisfjöru hafa verið afar erfiðar. „Sem betur fer náðu þrír að krafla sig upp í fjöruna aftur, rennblaut, en því miður fór það svo að ein kona nær því ekki og dregst þarna út með öldunni. Þá er erfitt að koma við björgun fyrr en viðkomandi er kominn út fyrir ölduna og út á lygnan sjó. En það átta sig ekki allir á því að það getur verið betra að synda frá fjörunni heldur en að fjörunni,“ segir Jónas. Ótækt að ekki sé hægt að taka skrefið Slysið í gær er fimmta banaslysið í Reynisfjöru undanfarinn rúman áratug. Í fjörunni eru skilti sem vara við hættunni, auk björgunarhringja og fleira. Þá séu leiðsögumenn duglegir að upplýsa hópa sína. Jónas bendir hins vegar á að til hafi staðið að setja upp viðvörunarfána, blikkljós og jafnvel hlið þannig að loka mætti fjörunni þegar aðstæður eru sérstaklega slæmar. „Ferðamálaráðherra var búinn að tryggja fjármagn til að koma þessu upp og gera þetta en því miður strandaði málið á hluta landeigenda sem sem höfnuðu þessu bara. Okkur sem störfum að slysavörnum finnst auðvitað ótækt að ekki sé hægt að taka þetta skref í öryggisátt, sem væri stórt skref þarna í fjörunni,“ segir Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49 Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49
Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24