Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti, sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barn, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans segja verulega vankanta vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og krefjast þess að honum verði tafarlaust lokað. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vonast er til að 120 þúsund manns fái örvunarbólusetningu í Laugardalshöll á næstu fjórum vikum og sóttvarnalæknir bindur miklar vonir við átakið. Í kvöldfréttum verður rætt við fólk sem mætti enn og aftur í sprautu í Höllinni í dag og við förum yfir mætingu dagsins í beinni útsendingu.

Þá tökum við stöðuna á kjörbréfanefnd sem er nú á lokametrunum í sinni vinnu en vonir standa til þess að þing verði kallað saman í næstu viku auk þess sem við kynnum okkur nýjar meðalhraðamyndavélar og skoðum blómasjálfsala á Selfossi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×