Óskar Örn: „KR á stóran sess í mínu hjarta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 19:31 Óskar Örn Hauksson segir það hafa verið eitt af því erfiðasta sem hann hefur gert að yfirgefa KR. Mynd/Skjáskot Óskar Örn Hauksson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Stjörnuna og mun því leika með Garðarbæjarliðinu á komandi leiktíð í Pepsi Max deild karla eftir 15 ára veru hjá KR. Óskar segir að þetta hafi verið ein erfiðasta ákvörðun sem hann hefur tekið. „Ég held að þetta hafi bara tekið eðlilegan tíma. Það var að mörgu að hyggja og þetta varð bara niðurstaðan eftir mikla umhugsun,“ sagði Óskar Örn í samtali við Stöð 2, aðspurður að því hvort að samningaferlið við Stjörnuna hafi tekið langan tíma. Hann segir það hafa verið erfitt að kveðja KR eftir öll þessi ár hjá félaginu. „Já, það er bara með því erfiðara sem ég hef gert.“ „Ég er bara stoltur af því að geta valið á milli tveggja góðra liða. Valið var mitt og ég bara stend og fell með því.“ En hvað var það sem heillaði Óskar við Stjörnuna? „Í fyrsta lagi vildu þeir bara mikið fá mig. Ég þekki Gústa og spilaði með honum fyrsta tímabilið mitt með KR þannig að við förum langt aftur. Ég þekki Jökul sem er með honum og svo er bara kraftur í mönnum þarna í kring og aðstaðan tip-top.“ „Þeir eru að fara í flottustu höll á landinu og það er allt til alls og góður grunnur þarna fyrir. Þannig að ég held að það sé góður grunnur fyrir því að gera gott mót.“ Eins og áður segir skrifaði Óskar undir tveggja ára samning við Garðarbæjarliðið, en það þýðir að hann verður orðinn 39 ára þegar samningur hans rennur út. Hann segist þó vera í góðu standi og að aldur sé í raun bara tala. „Jú, það er bara mjög gott. Ég held að bara til vitnis um það þá gat ég valið á milli þessara tveggja öflugu liða. Ég er bara í toppstandi og ætla bara að sýna það næsta sumar.“ „Ég var nú bara að lesa frétt um að Dani Alves sé á leið aftur í Barcelona, hann er að verða fertugur eða eitthvað,“ sagði Óskar léttur. „Þannig að þetta er bara orðið breytt. Í fyrsta lagi finnst mér bara gaman í fótbolta og ég held að maður fari bara langt á því. Svo þarf maður bara að hugsa um sig og nenna því. Þá getur maður held ég spilað helvíti lengi.“ Að lokum ítrekaði Óskar það að hann skilur við sitt gamla félag með söknuð í hjarta, og enn fremur að engin leiðindi hafi orðið þegar hann tók þessa ákvörðun. „Já það er klárt. KR á bara stóran sess í mínu hjarta og þetta er bara búið að vera erfitt.“ „Ég fer bara í góðu og allir sáttir og góðir vinir.“ Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Óskar Örn Hauksson Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
„Ég held að þetta hafi bara tekið eðlilegan tíma. Það var að mörgu að hyggja og þetta varð bara niðurstaðan eftir mikla umhugsun,“ sagði Óskar Örn í samtali við Stöð 2, aðspurður að því hvort að samningaferlið við Stjörnuna hafi tekið langan tíma. Hann segir það hafa verið erfitt að kveðja KR eftir öll þessi ár hjá félaginu. „Já, það er bara með því erfiðara sem ég hef gert.“ „Ég er bara stoltur af því að geta valið á milli tveggja góðra liða. Valið var mitt og ég bara stend og fell með því.“ En hvað var það sem heillaði Óskar við Stjörnuna? „Í fyrsta lagi vildu þeir bara mikið fá mig. Ég þekki Gústa og spilaði með honum fyrsta tímabilið mitt með KR þannig að við förum langt aftur. Ég þekki Jökul sem er með honum og svo er bara kraftur í mönnum þarna í kring og aðstaðan tip-top.“ „Þeir eru að fara í flottustu höll á landinu og það er allt til alls og góður grunnur þarna fyrir. Þannig að ég held að það sé góður grunnur fyrir því að gera gott mót.“ Eins og áður segir skrifaði Óskar undir tveggja ára samning við Garðarbæjarliðið, en það þýðir að hann verður orðinn 39 ára þegar samningur hans rennur út. Hann segist þó vera í góðu standi og að aldur sé í raun bara tala. „Jú, það er bara mjög gott. Ég held að bara til vitnis um það þá gat ég valið á milli þessara tveggja öflugu liða. Ég er bara í toppstandi og ætla bara að sýna það næsta sumar.“ „Ég var nú bara að lesa frétt um að Dani Alves sé á leið aftur í Barcelona, hann er að verða fertugur eða eitthvað,“ sagði Óskar léttur. „Þannig að þetta er bara orðið breytt. Í fyrsta lagi finnst mér bara gaman í fótbolta og ég held að maður fari bara langt á því. Svo þarf maður bara að hugsa um sig og nenna því. Þá getur maður held ég spilað helvíti lengi.“ Að lokum ítrekaði Óskar það að hann skilur við sitt gamla félag með söknuð í hjarta, og enn fremur að engin leiðindi hafi orðið þegar hann tók þessa ákvörðun. „Já það er klárt. KR á bara stóran sess í mínu hjarta og þetta er bara búið að vera erfitt.“ „Ég fer bara í góðu og allir sáttir og góðir vinir.“ Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Óskar Örn Hauksson
Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira