Lífið

Það heitasta á heimilum landsmanna í augnablikinu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vala Matt og Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir ritstjóri Húsa og híbýla fóru saman yfir hönnun heimila hér á landi.
Vala Matt og Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir ritstjóri Húsa og híbýla fóru saman yfir hönnun heimila hér á landi. Ísland í dag

Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir ritstjóri Húsa og híbýla er sú sem allt veit um stefnur og strauma í innanhússtísku íslenskra heimila og hvað er vinsælast, bæði hvað varðar innréttingar og húsgögn og liti á veggi.

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti Hönnu og saman skoðuðu þær stefnur og strauma á íslenskum heimilum og þar kom ýmislegt skemmtilegt í ljós. 

Grái liturinn sem hefur verið allsráðandi er enn í tísku en á sama tíma eru einnig fleiri litir sem hafa komið sterkir inn samkvæmt Hönnu Ingibjörgu. Innréttingar og húsgögn eru orðin gríðarlega fjölbreytt, allt eftir stíl hvers og eins.

„Það er mjög skemmtilegt að segja frá því að panell er kominn aftur og er svolítið mikið í tísku. Við sjáum það á mörgum heimilum.“ 


Tengdar fréttir

Skreytum hús: Ris í Kópavogi gert að kósý fjölskyldurými

Hjónin Árni Árnason og Kolbrún Hrönn Pétursdóttir hafa verið í vandræðum með opið fjölskyldurými í fallegu risi á heimili þeirra í Kópavoginum. Rýmið settu þau upp þegar börnin voru ögn yngri og var það þá nýtt öðruvísi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×