Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 16:44 Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. Vísir/Vilhelm Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands en samningamál talnameinafræðinga hafa verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu þar sem langir biðlistar hafa myndast. Rammasamningur um þjónustu talmeinafræðinga við ríkið rann út síðasliðinn febrúar og síðan þá hefur hann framlengst um einn mánuð í senn. Erfiðlega hefur gengið að fá niðurstöðu í viðræðunum en helsta ágreiningsefnið er ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga Samningaviðræðum Sjúkratrygginga um þjónustu talmeinafræðinga hefur verið hætt tímabundið á meðan vinna starfshópsins fer fram en hann á að skila af sér tillögum innan fárra vikna, eða í síðasta lagi fyrir lok þessa árs. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum frá þremur ráðuneytum: heilbrigðisráðuneyti, félags- og barnamálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Mun hann kalla til hagaðila eins og sveitarfélög eða samtök þeirra og talmeinafræðinga til samráðs við gerð tillagnanna. „Ríkur vilji er af hálfu allra aðila til að finna lausn sem tryggi greiðan aðgang að þessari þjónustu til framtíðar en fjöldi barna er nú á biðlista eftir þjónustu talmeinafræðinga. Helsti ásteytingarsteinninn er ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga,“ segir í tilkynningunni. „Sjúkratryggingar hafa áður lýst vilja til að endurskoða ákvæðið en hafa bent á að það mynd leiða til þess að greiðslur vegna þjónustu talmeinafræðinga rúmist ekki lengur innan þeirra fjárveitinga sem Alþingi hefur ákveðið. Grípa þurfi til annarra aðgerða á móti svo fjárveitingarnar hrökkvi til.“ Tryggingar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sprengisandur: Staða faraldursins, stjórnarmyndunarviðræður og samningastapp talmeinafræðinga Margt verður til umræðu í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni til að ræða stöðu faraldursins, sem hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarna viku. 7. nóvember 2021 09:15 „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. 3. nóvember 2021 14:30 Getur endað með einangrun ungs fólks Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. 22. október 2021 08:04 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands en samningamál talnameinafræðinga hafa verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu þar sem langir biðlistar hafa myndast. Rammasamningur um þjónustu talmeinafræðinga við ríkið rann út síðasliðinn febrúar og síðan þá hefur hann framlengst um einn mánuð í senn. Erfiðlega hefur gengið að fá niðurstöðu í viðræðunum en helsta ágreiningsefnið er ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga Samningaviðræðum Sjúkratrygginga um þjónustu talmeinafræðinga hefur verið hætt tímabundið á meðan vinna starfshópsins fer fram en hann á að skila af sér tillögum innan fárra vikna, eða í síðasta lagi fyrir lok þessa árs. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum frá þremur ráðuneytum: heilbrigðisráðuneyti, félags- og barnamálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Mun hann kalla til hagaðila eins og sveitarfélög eða samtök þeirra og talmeinafræðinga til samráðs við gerð tillagnanna. „Ríkur vilji er af hálfu allra aðila til að finna lausn sem tryggi greiðan aðgang að þessari þjónustu til framtíðar en fjöldi barna er nú á biðlista eftir þjónustu talmeinafræðinga. Helsti ásteytingarsteinninn er ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga,“ segir í tilkynningunni. „Sjúkratryggingar hafa áður lýst vilja til að endurskoða ákvæðið en hafa bent á að það mynd leiða til þess að greiðslur vegna þjónustu talmeinafræðinga rúmist ekki lengur innan þeirra fjárveitinga sem Alþingi hefur ákveðið. Grípa þurfi til annarra aðgerða á móti svo fjárveitingarnar hrökkvi til.“
Tryggingar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sprengisandur: Staða faraldursins, stjórnarmyndunarviðræður og samningastapp talmeinafræðinga Margt verður til umræðu í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni til að ræða stöðu faraldursins, sem hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarna viku. 7. nóvember 2021 09:15 „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. 3. nóvember 2021 14:30 Getur endað með einangrun ungs fólks Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. 22. október 2021 08:04 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Sprengisandur: Staða faraldursins, stjórnarmyndunarviðræður og samningastapp talmeinafræðinga Margt verður til umræðu í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni til að ræða stöðu faraldursins, sem hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarna viku. 7. nóvember 2021 09:15
„Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. 3. nóvember 2021 14:30
Getur endað með einangrun ungs fólks Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. 22. október 2021 08:04