Innlent

Níu smitaðir á Vopna­firði og skólum lokað

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Vopnafirði.
Frá Vopnafirði. Vísir/Vilhelm

Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að aftur verði boðið upp á sýnatöku á Vopnafirði í dag á milli 17 og 18 og séu íbúar hvattir til að mæta í skimun.

„Í samráði við aðgerðastjórn Austurlands var ákveðið að hafa grunnskóla og leikskóla lokaða á morgun á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatöku dagsins. Ekki hafa bæst við nein ný smit á Egilsstöðum en opið var í sýnatöku í hádeginu og niðurstöður ættu að liggja fyrir í kvöld.

Önnur tilkynning verður send út um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×