Erlent

Stakk lögregluþjón og var skotinn til bana í Osló

Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Maðurinn sem skotinn var til bana af lögreglu í Osló er sagður hafa stungið einn lögregluþjón.
Maðurinn sem skotinn var til bana af lögreglu í Osló er sagður hafa stungið einn lögregluþjón. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM

Lögreglan í Osló skaut mann til bana í Bislett-hverfinu í höfuðborg Noregs í morgun. Vitni segja við norska miðla að maðurinn hafi hlaupið á eftir konu með hníf í hendi.

Í frétt NRK segir að lögregluþjónar hafi reynt að ýta manninum, sem var ber að ofan og á tánum, upp að vegg á bíl. Hann hafi hins vegar komist undan, opnað hurð bílsins og stungið annan lögregluþjóninn sem sat þar.

Þá mun maðurinn hafa verið skotinn til bana. Lögregluþjóninn er ekki alvarlega slasaður.

Óljóst er enn um málsatvik en lögreglan hefur þegar ákveðið að allir lögreglumenn í landinu verði vopnaðir, uns nánar skýrist. Lögreglan telur þó samkvæmt NRK að hættan sé liðin hjá og er ekki talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða, þó það hafi ekki verið útilokað.

Maðurinn er sagður kunnugur lögreglu og eiga sér sakaferil að baki.

Myndbönd af átökum mannsins við lögreglu hafa verið í dreifingu á netinu. Á einu þeirra má sjá lögregluþjóna aka á manninn.

Hér að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi. Vert er að vara lesendur við því að myndböndin geta vakið óhug.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.