Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2021 20:03 Jóhannes við störf sem meðhöndlari. Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. Jóhannes var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í janúar, en Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár fyrir helgi. Dómurinn hefur verið nú birtur á vef Landsréttar. Jóhannes er þekktur nuddari og höfðu konurnar allar leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála og vænst þess að fá meðhöndlun hjá honum í samræmi við þá kvilla. Í dómi Landsréttar segir að í ljósi þessa hafi konurnar verið í viðkvæmri stöðu, þær hafi borið trausts til hans í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum. Jóhannes hafði haft konurnar til meðferðar hjá sér og byggt upp traust þegar hann braut á þeim. Höfðu þær allar verið fákæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans þegar brotin áttu sér stað. Samkvæmt héraðsdómi braut hann traustið sem konurnar báru til hans þegar hann rak fingur í leggöng þeirra án nokkurra tenginga við stoðkerfismeðhöndlunina sem þær þurftu á að halda. Sérfræðingur í sjúkraþjálfun var meðdómsmaður Í dómi Landsréttar er meðal annars vikið að ósamræmi í lýsingu Jóhannesar á þeirri meðferð sem ein konan fékk hjá honum í síðasta meðferðartímanum, annars vegar í skýrslu hans hjá lögreglu og hins vegar við skýrslugjöf í héraðsdómi. Kemur fram í dómi Landsréttar að ólíklegt sé að meðferðirnar sem hann lýsti í því tilviki hafi verið til þess fallnar að bæta úr meini konunnar sem að sögn Jóhannesar fólst í læsingum í spjaldhryggjarlið. Í Landsrétti sat meðal annnars sérfróður meðdómsmaður, dr. Þorgerður Sigurðardóttur, sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Er dómurinn harðorður í garð Jóhannesar. „Um var að ræða alvarleg brot gagnvart brotaþolum sem framinvoruí skjóli trúnaðartrausts sem þær máttu bera til ákærða í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum.Konurnar voru í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. Af atvikum má ráða að vilji ákærða til að brjóta gegn konunumhafi verið sterkur og einbeittur.“ Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Jóhannes var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í janúar, en Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár fyrir helgi. Dómurinn hefur verið nú birtur á vef Landsréttar. Jóhannes er þekktur nuddari og höfðu konurnar allar leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála og vænst þess að fá meðhöndlun hjá honum í samræmi við þá kvilla. Í dómi Landsréttar segir að í ljósi þessa hafi konurnar verið í viðkvæmri stöðu, þær hafi borið trausts til hans í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum. Jóhannes hafði haft konurnar til meðferðar hjá sér og byggt upp traust þegar hann braut á þeim. Höfðu þær allar verið fákæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans þegar brotin áttu sér stað. Samkvæmt héraðsdómi braut hann traustið sem konurnar báru til hans þegar hann rak fingur í leggöng þeirra án nokkurra tenginga við stoðkerfismeðhöndlunina sem þær þurftu á að halda. Sérfræðingur í sjúkraþjálfun var meðdómsmaður Í dómi Landsréttar er meðal annars vikið að ósamræmi í lýsingu Jóhannesar á þeirri meðferð sem ein konan fékk hjá honum í síðasta meðferðartímanum, annars vegar í skýrslu hans hjá lögreglu og hins vegar við skýrslugjöf í héraðsdómi. Kemur fram í dómi Landsréttar að ólíklegt sé að meðferðirnar sem hann lýsti í því tilviki hafi verið til þess fallnar að bæta úr meini konunnar sem að sögn Jóhannesar fólst í læsingum í spjaldhryggjarlið. Í Landsrétti sat meðal annnars sérfróður meðdómsmaður, dr. Þorgerður Sigurðardóttur, sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Er dómurinn harðorður í garð Jóhannesar. „Um var að ræða alvarleg brot gagnvart brotaþolum sem framinvoruí skjóli trúnaðartrausts sem þær máttu bera til ákærða í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum.Konurnar voru í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. Af atvikum má ráða að vilji ákærða til að brjóta gegn konunumhafi verið sterkur og einbeittur.“
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14