Stefnir í yfirburðasigur Ortega í „látbragðskosningum“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2021 10:24 Veggmynd af Daniel Ortega í höfuðborginni Managva. Hann var marxískur skæruliðaforingi sem tók þátt í steypa einræðisherra landsins á 8. áratugnum. Sem forseti hefur hann sankað að sér völdum og fjölskylda hans hefur grætt á tá og fingri. AP/Andres Nunes Fyrstu tölur í forsetakosningunum í Níkaragva benda til stórsigurs Daniels Ortega forseta. Hann lét handtaka flesta mótframbjóðendur sínar fyrir kosningarnar og hefur Bandaríkjastjórn lýst kosningunum sem látbragðsleik. Yfirkjörstjórn Níkaragva segir að Ortega hafi fengið um 75 prósent atkvæða þegar um helmingur þeirra hefur verið talinn. Því bendir allt til þess að Ortega nái endurkjöri til fjórða kjörtímabils síns sem forseti. Enginn forseti hefur setið lengur á valdastóli í Rómönsku Ameríku. Ortega var fyrst forseti frá 1986 til 1990 en náði aftur kjöri árið 2007. Aðeins fimm lítt þekktir fulltrúar smáflokka fengu að bjóða sig fram gegn Ortega. Flokkarnir eru jafnframt í bandalagi með Sandínistahreyfingu Ortega. Mánuðina fyrir kosningarnar voru allir helstu leiðtoga stjórnarandstöðunnar handteknir og sakaðir um ýmsa glæpi. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu og Sambandi Ameríkuríkja fengu ekki að fylgjast með kosningunum og þá var erlendum blaðamönnum vísað frá landinu. Ortega var ekki beinlínis veglyndur þegar hann lýsti yfir sigri. Hann lýsti innlendum andstæðingum sínum sem „djöflum“. Hvorki frjálsar né sanngjarnar kosningar Í yfirlýsingu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi frá sér áður en greint var frá fyrstu tölum í Níkaragva sakaði hann Ortega og eiginkonu hans, Rosario Murillo, um að hafa skipulagt „látbragðskosningar sem voru hvorki frjálsar né sanngjarnar“. Bandarískir ráðamenn íhuga nú að leggja frekari viðskiptaþvinganir á Níkaragva og endurskoða aðild landsins á fríverslunarsamningi í heimshlutanum. Biden krafðist þess að Ortega endurreisti lýðræði í landinu og sleppti stjórnarandstöðuleiðtogum úr haldi. Í millitíðinni muni Bandaríkjastjórn veita stjórn Ortega aðhald með efnahagslegum og diplómatískum leiðum. Reuters-fréttastofan segir að þúsundir landsmanna hafi flúið Níkaragva frá því að Ortega barði niður mótmæli gegn stjórn hans árið 2018. Talið er öryggissveitir hans hafi drepið um þrjú hundruð manns. Níkaragva Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Yfirkjörstjórn Níkaragva segir að Ortega hafi fengið um 75 prósent atkvæða þegar um helmingur þeirra hefur verið talinn. Því bendir allt til þess að Ortega nái endurkjöri til fjórða kjörtímabils síns sem forseti. Enginn forseti hefur setið lengur á valdastóli í Rómönsku Ameríku. Ortega var fyrst forseti frá 1986 til 1990 en náði aftur kjöri árið 2007. Aðeins fimm lítt þekktir fulltrúar smáflokka fengu að bjóða sig fram gegn Ortega. Flokkarnir eru jafnframt í bandalagi með Sandínistahreyfingu Ortega. Mánuðina fyrir kosningarnar voru allir helstu leiðtoga stjórnarandstöðunnar handteknir og sakaðir um ýmsa glæpi. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu og Sambandi Ameríkuríkja fengu ekki að fylgjast með kosningunum og þá var erlendum blaðamönnum vísað frá landinu. Ortega var ekki beinlínis veglyndur þegar hann lýsti yfir sigri. Hann lýsti innlendum andstæðingum sínum sem „djöflum“. Hvorki frjálsar né sanngjarnar kosningar Í yfirlýsingu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi frá sér áður en greint var frá fyrstu tölum í Níkaragva sakaði hann Ortega og eiginkonu hans, Rosario Murillo, um að hafa skipulagt „látbragðskosningar sem voru hvorki frjálsar né sanngjarnar“. Bandarískir ráðamenn íhuga nú að leggja frekari viðskiptaþvinganir á Níkaragva og endurskoða aðild landsins á fríverslunarsamningi í heimshlutanum. Biden krafðist þess að Ortega endurreisti lýðræði í landinu og sleppti stjórnarandstöðuleiðtogum úr haldi. Í millitíðinni muni Bandaríkjastjórn veita stjórn Ortega aðhald með efnahagslegum og diplómatískum leiðum. Reuters-fréttastofan segir að þúsundir landsmanna hafi flúið Níkaragva frá því að Ortega barði niður mótmæli gegn stjórn hans árið 2018. Talið er öryggissveitir hans hafi drepið um þrjú hundruð manns.
Níkaragva Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira