Internacional vann 1-0 sigri á nágrönnum sínum í Gremio um helgina og fyrir vikið er lið Gremio í enn verri málum í fallbaráttu deildarinnar.
Internacional players held up fake cardboard coffins - a symbol for the death of Gremio
— SPORTbible (@sportbible) November 7, 2021
Gremio players marched back out to the stadium and started a wild melee. Two players were sent off and many had to be physically restrained. Chaos! https://t.co/BwzmeF55IT
Eftir að sigurinn var í höfn þá hlupu leikmenn Internacional í átt að stuðningsmönnum mótherjanna í Gremio og veifuðu í átt að þeim sérstökum pappaspjöldum sem voru hönnuð eins og líkkistur.
Það átti að ýja að því að Gremio væri að falla úr deildinni og þetta fagn fór heldur betur fyrir brjóstið á mörgum.
Flestir leikmenn Gremio höfðu þarna yfirgefið völlinn en þeir hlupu nú inn á völlinn aftur og allt varð vitlaust þegar leikmenn liðanna fóru að slást.
Following Internacional s 1-0 win over bitter rivals Gremio, Inter player Patrick held up two cardboard cutouts of a casket to their fans mocking Gremio due to them being very close to being relegated from the Brasilerão. The result? Patrick gets sent off. pic.twitter.com/EeQBYJTZiE
— Roberto Rojas (@RobertoRojas97) November 7, 2021
Tveir leikmenn, einn úr hvoru liði, fengu rauða spjaldið. Patrick Nascimento, leikmaður Internacional, var annar þeirra en hann virtist fara fyrir Líkkistufagninu þegar hann hljóp í átt að Gremio-áhorfendunum með líkkistuspjald í sitthvorri hendi.
Leikmenn, þjálfarar, starfsmenn og öryggisverðir reyndu að skilja á milli manna en það tók nokkurn tíma að enda slagsmálin.
Liðin eru bæði frá borginni Porto Alegre og Gre-Nal derbyslagurinn er einn sá heitasti í fótboltaheiminum.
Gremio er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 26 stig úr 29 leikjum. Það lítur út fyrir að liðið falli úr deildinni.