Fótbolti

Patrik hélt hreinu í sigri - Alfons og félagar töpuðu stigum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Patrik Sigurður Gunnarsson varði víti í dag.
Patrik Sigurður Gunnarsson varði víti í dag. Vikingfotball.no

Þónokkrir íslenskir knattspyrnumenn komu við sögu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í markinu hjá Viking og hélt marki sínu hreinu í 0-1 sigri á Mjondalen. Patrik hafði í nógu að snúast og varði meðal annars vítaspyrnu í leiknum.

Samúel Kári Friðjónsson lék fyrstu 88 mínútur leiksins á miðju Viking sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverðinum hjá toppliði Bodo/Glimt þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Haugasund á útivelli.

Brynjólfur Andersen Willumsson kom inná í uppbótartíma þegar lið hans, Kristiansund, vann góðan 2-4 útisigur á Odd.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.