Kosið í Níkaragva í skugga ofsókna og gerræðis Þorgils Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 11:22 Kosið verður í Níkaragva í dag, þar sem fastlega er búist við því að forsetinn Daniel Ortega hrósi sigri, enda hefur hann fangelsað alla helstu andstæðinga sína. Hér heldur kona ein á bolum sem sýna myndur af þjóðhetjunni Augusto Sandino og Ortega. Mynd/EPA Kosningar fara fram í Níkaragva í dag þar sem ekkert bendir til annars en að forsetinn Daniel Ortega verði hlutskarpastur og muni sitja í forsetastóli fjórða kjörtímabilið í röð. Kosningabaráttan hefur hins vegar litast af verulegum misbrestum á lýðræðislegum hefðum, þar sem um 40 stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir síðustu vikur, þar af allir helstu mótframbjóðendur forsetans. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Kosið verður til forseta og þings, en Sandinistaflokkur fer með völdin í þinginu og stýrir öllum opinberum stofnunum. Framganga Ortega hefur verið fordæmd víðast hvar, meðal annars af Josep Borell, utanríkismálastjóra ESB, sem kallaði Ortega einræðisherra og sagði kosningarnar ekkert meira en fals. „Hr. Ortega hefur fangelsað alla mótframbjóðendur í þessum kosningum og við búumst ekki við því að af þeim hljótist lögmæt niðurstaða.“ Þá fordæmir Samband Ameríkuríkja Ortega einnig fyrir að standa ekki að frjálsum kosningum og Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lagt refsiaðgerðir á helstu bandamenn Ortega. Þær ráðstafanir urðu aðeins til þess að herða forsetann í ofsóknum gegn andstæðingum sínum og hann sakar alþjóðasamfélagið um afskipti af innanríkismálum Níkaragva. Ortega hefur hert tök sín á landinu jafnt og þétt á stjórnartíð sinni. Hér er hann með eiginkonu sinni og varaforseta, Rosario Murillo. Hann útnefndi hana nýlega sem aðstoðar-forseta.Mynd/Getty Velti harðstjóra en ber nú niður allt andóf Ortega hóf afskipti af stjórnmálum sem ungur byltingasinni á áttunda áratugnum þar sem hann barðist gegn harðstjóranum Anastasio Somoza sem var steypt af stóli árið 1979. Hann var forseti Níkaragúa á árunum 1986 til 1990 en sneri aftur til valda árið 2007. Síðan þá hefur hann gerst æ gerræðislegri og barið niður allt andóf með harðri hendi. Meðal annars létu 300 manns lífið þegar mótmæli voru barin niður árið 2018. Niðurstaða ætti að liggja fyrir seint í kvöld að íslenskum tíma, en 30.000 manna lið hermanna og lögreglu sér um að tryggja öryggi á kjörstöðum, að sögn stjórnvalda. Níkaragva Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Kosningabaráttan hefur hins vegar litast af verulegum misbrestum á lýðræðislegum hefðum, þar sem um 40 stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir síðustu vikur, þar af allir helstu mótframbjóðendur forsetans. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Kosið verður til forseta og þings, en Sandinistaflokkur fer með völdin í þinginu og stýrir öllum opinberum stofnunum. Framganga Ortega hefur verið fordæmd víðast hvar, meðal annars af Josep Borell, utanríkismálastjóra ESB, sem kallaði Ortega einræðisherra og sagði kosningarnar ekkert meira en fals. „Hr. Ortega hefur fangelsað alla mótframbjóðendur í þessum kosningum og við búumst ekki við því að af þeim hljótist lögmæt niðurstaða.“ Þá fordæmir Samband Ameríkuríkja Ortega einnig fyrir að standa ekki að frjálsum kosningum og Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lagt refsiaðgerðir á helstu bandamenn Ortega. Þær ráðstafanir urðu aðeins til þess að herða forsetann í ofsóknum gegn andstæðingum sínum og hann sakar alþjóðasamfélagið um afskipti af innanríkismálum Níkaragva. Ortega hefur hert tök sín á landinu jafnt og þétt á stjórnartíð sinni. Hér er hann með eiginkonu sinni og varaforseta, Rosario Murillo. Hann útnefndi hana nýlega sem aðstoðar-forseta.Mynd/Getty Velti harðstjóra en ber nú niður allt andóf Ortega hóf afskipti af stjórnmálum sem ungur byltingasinni á áttunda áratugnum þar sem hann barðist gegn harðstjóranum Anastasio Somoza sem var steypt af stóli árið 1979. Hann var forseti Níkaragúa á árunum 1986 til 1990 en sneri aftur til valda árið 2007. Síðan þá hefur hann gerst æ gerræðislegri og barið niður allt andóf með harðri hendi. Meðal annars létu 300 manns lífið þegar mótmæli voru barin niður árið 2018. Niðurstaða ætti að liggja fyrir seint í kvöld að íslenskum tíma, en 30.000 manna lið hermanna og lögreglu sér um að tryggja öryggi á kjörstöðum, að sögn stjórnvalda.
Níkaragva Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira