Fótbolti

Xavi mættur til Barcelona

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Xavi er að taka við Barcelona
Xavi er að taka við Barcelona Simon Holmes/Getty Images

Spænska stórveldið Barcelona hefur staðfest ráðningu goðsagnarinnar Xavi Hernandez í knattspyrnustjórastól félagsins.

Katarska félagið Al Sadd hafði áður gefið út tilkynningu um að Xavi væri að taka við Barcelona og er þessi 41 árs gamli Spánverji nú mættur heim til Barcelona.

Xavi sendi stuðningsmönnum spænska félagsins stutta orðsendingu á samfélagsmiðlum Barcelona í dag en hann verður kynntur opinberlega með pompi og pragt á Nou Camp á mánudag og mun ekki stýra Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Xavi er í guðatölu hjá Barcelona enda vann hann allt sem hægt var að vinna með félaginu. Er hann einn sigursælasti leikmaðurinn í sögu félagsins og var fyrirliði þess um tíma. Xavi er næstleikjahæstur í sögu Barcelona með 767 leiki.


Tengdar fréttir

Xavi tekinn við Barcelona

Xavi er tekinn við Barcelona. Al Sadd, félag Xavis í Katar, hefur staðfest þetta.

Xavi vill komast „heim“ á Nývang

Allt bendir til þess að Barcelona goðsögnin Xavi taki við sem þjálfari spænska stórliðsins Barcelona á næstunni. Hann er í dag þjálfari Al Sadd í Katar en vonast til að liðin komist að samkomulagi svo hann komist „heim“ á Nývang í Katalóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×