Íslendingar æstir í óáfengan bjór: Eru allir hættir að fá sér? Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2021 07:01 Sturlaugur er yfirbruggmeistari hjá Borg brugghúsi. stöð2 Mikill uppgangur hefur verið í óáfengum bjór á Íslandi. Bruggmeistari segir að heilsusjónarmið og gott vöruúrval valdi því á fólk drekki óáfengan bjór í auknum mæli. Þó ekki sé hægt að kaupa áfengi í verslunum á Íslandi í dag þá er hægt að komast mjög nálægt því. Fréttamaður nælir sér í einn ískaldan bjór í kælinum í Hagkaup, en er þetta bjór? Jú vissulega er þetta bjór en hann er áfengislaus. Það þýðir að þó maður sötri þennan og missi sig í gleðinni á djamminu þá fylgir engin þynnka daginn eftir. En það hefur verið mikill uppgangur í áfengislausum bjór á Íslandi og raunar í heiminum öllum – og úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið. Úrval áfengislausra bjóra hefur sjaldan verið meira.stöð2 Fram úr öllum væntingum Sölutölur sýna að áfengislaus Bríó er söluhæsti áfengislausi bjórinn á Íslandi. Þess vegna ákváðum við að heimsækja strákana hjá Borg brugghúsi, en þeir fóru fyrst af stað með framleiðslu á áfengislausum bjór fyrir einu og hálfu ári síðan. „Okkur grunaði að þetta myndi fara vel af stað en þetta er að fara fram úr okkar væntingum. Fólk virðist vera mjög ánægt með þetta framtak,“ sagði Sturlaugur Jón Björnsson, yfirbruggmeistari hjá Borg Brugghúsi. Bríó er vinsæll áfengislaus bjór.stöð2 Hann segir að áhugi neytenda á áfengislausum bjórum hafi verið kveikjan að framleiðslunni. „Við höfum séð að það er aukinn áhuga á þessum vöruflokki í Evrópu sérstaklega, bara síðustu fimm til sex árin og það er eitthvað sem við tökum eftir. Samhliða því hafa orðið gríðarlegar framfarir við vinnslu og þekkingu við þessar vörur sem er gott fyrir neytandann því að það þýðir að framleiðendur geta framleitt bragðbetri vöru og það er mjög spennandi hvert þetta tekur okkur.“ Bruggmeistarinn sjálfur segir að galdurinn á bak við góðan áfengislausan bjór sé meðal annars að að vinna með hráefni í hæsta gæðaflokki. Hver er munurinn á því að framleiða áfengan bjór og óáfengan? „Það er í sjálfu sér ekki mikill munur því þetta eru sömu hráefni að miklu leyti sama ferli þannig þetta eru einhver smáatriði.“ Ylfa og Bríó hafa unnið til gullverðlauna erlendis.stöð2 Borg brugghús hefur tvisvar sinnum sent áfengislausan bjór í keppni erlendis og í bæði skiptið kom fyrirtækið heim með gullið. Hinir verðlaunuðu eru óáfengu Ylfa og Bríó. Það er ekki að sjá að þessi sem fréttamaður smakkar í myndskeiðinu sé áfengislaus enda lítur hann alveg eins út og áfengur bjór og bragðið er alveg eins. Bruggmeistararnir eru hvergi nærri hættir því von er á fleiri áfengislausum bjórum. „Froðusleikir er að koma aftur sem er jóla áfengislaus bjór og með honum mun bætast Faldafeykir sem er nýr áfengislaus jólabjór sem verður með hindberjum og lakkrís svo er nóg í pípunum framundan.“ En eru allir hættir að fá sér?stöð2 En eru allir hættir að fá sér? Hvers vegna njóta áfengislausir bjórar svo mikilla mikilla vinsælda í dag? „Klárlega heilsuþættir. Líka bara úrval, að fólk hafi val þegar það fer jafnvel út á lífið að geta fengið sér áfenga vöru eða óáfenga.“ Eins og er selst áfengur bjór betur en þeir óáfengu. Sturlaugur segir að það verði þó spennandi að sjá þróunina eftir nokkur ár því áfengislaus bjór eru á blússandi siglingu. „Salan hefur verið að vaxa gríðarlega síðasta rúma árið þannig það er mjög spennandi að sjá hvert það fer.“ Verslun Neytendur Næturlíf Áfengi og tóbak Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
Þó ekki sé hægt að kaupa áfengi í verslunum á Íslandi í dag þá er hægt að komast mjög nálægt því. Fréttamaður nælir sér í einn ískaldan bjór í kælinum í Hagkaup, en er þetta bjór? Jú vissulega er þetta bjór en hann er áfengislaus. Það þýðir að þó maður sötri þennan og missi sig í gleðinni á djamminu þá fylgir engin þynnka daginn eftir. En það hefur verið mikill uppgangur í áfengislausum bjór á Íslandi og raunar í heiminum öllum – og úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið. Úrval áfengislausra bjóra hefur sjaldan verið meira.stöð2 Fram úr öllum væntingum Sölutölur sýna að áfengislaus Bríó er söluhæsti áfengislausi bjórinn á Íslandi. Þess vegna ákváðum við að heimsækja strákana hjá Borg brugghúsi, en þeir fóru fyrst af stað með framleiðslu á áfengislausum bjór fyrir einu og hálfu ári síðan. „Okkur grunaði að þetta myndi fara vel af stað en þetta er að fara fram úr okkar væntingum. Fólk virðist vera mjög ánægt með þetta framtak,“ sagði Sturlaugur Jón Björnsson, yfirbruggmeistari hjá Borg Brugghúsi. Bríó er vinsæll áfengislaus bjór.stöð2 Hann segir að áhugi neytenda á áfengislausum bjórum hafi verið kveikjan að framleiðslunni. „Við höfum séð að það er aukinn áhuga á þessum vöruflokki í Evrópu sérstaklega, bara síðustu fimm til sex árin og það er eitthvað sem við tökum eftir. Samhliða því hafa orðið gríðarlegar framfarir við vinnslu og þekkingu við þessar vörur sem er gott fyrir neytandann því að það þýðir að framleiðendur geta framleitt bragðbetri vöru og það er mjög spennandi hvert þetta tekur okkur.“ Bruggmeistarinn sjálfur segir að galdurinn á bak við góðan áfengislausan bjór sé meðal annars að að vinna með hráefni í hæsta gæðaflokki. Hver er munurinn á því að framleiða áfengan bjór og óáfengan? „Það er í sjálfu sér ekki mikill munur því þetta eru sömu hráefni að miklu leyti sama ferli þannig þetta eru einhver smáatriði.“ Ylfa og Bríó hafa unnið til gullverðlauna erlendis.stöð2 Borg brugghús hefur tvisvar sinnum sent áfengislausan bjór í keppni erlendis og í bæði skiptið kom fyrirtækið heim með gullið. Hinir verðlaunuðu eru óáfengu Ylfa og Bríó. Það er ekki að sjá að þessi sem fréttamaður smakkar í myndskeiðinu sé áfengislaus enda lítur hann alveg eins út og áfengur bjór og bragðið er alveg eins. Bruggmeistararnir eru hvergi nærri hættir því von er á fleiri áfengislausum bjórum. „Froðusleikir er að koma aftur sem er jóla áfengislaus bjór og með honum mun bætast Faldafeykir sem er nýr áfengislaus jólabjór sem verður með hindberjum og lakkrís svo er nóg í pípunum framundan.“ En eru allir hættir að fá sér?stöð2 En eru allir hættir að fá sér? Hvers vegna njóta áfengislausir bjórar svo mikilla mikilla vinsælda í dag? „Klárlega heilsuþættir. Líka bara úrval, að fólk hafi val þegar það fer jafnvel út á lífið að geta fengið sér áfenga vöru eða óáfenga.“ Eins og er selst áfengur bjór betur en þeir óáfengu. Sturlaugur segir að það verði þó spennandi að sjá þróunina eftir nokkur ár því áfengislaus bjór eru á blússandi siglingu. „Salan hefur verið að vaxa gríðarlega síðasta rúma árið þannig það er mjög spennandi að sjá hvert það fer.“
Verslun Neytendur Næturlíf Áfengi og tóbak Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira