Fótbolti

Marseille og Lazio skildu jöfn | Elías á bekknum í sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dimitri Payet í baráttunni gegn Lazio í kvöld.
Dimitri Payet í baráttunni gegn Lazio í kvöld. Marco Rosi - SS Lazio/Getty Images

Nú er öllum leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni lokið. Franska liðið Marseille og ítalska liðið Lazio gerðu 2-2 jafntefli í C-riðli, í leik þar sem bæði lið þurftu á sigri að halda og Elías Rafn Ólafsson vermdi bekkinn hjá Midtjylland sem vann mikilvægan 1-0 útisigur gegn Rauðu Stjörnunni.

Arkadiusz Milik kom Marseille yfir gegn Lazio af vítapunktinum eftir rúmlega háfltíma leik áður en Felipe Anderson jafnaði metin á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri háflleiks.

Ciro Immobile kom gestunum í Lazio í 2-1 á 49. mínútu, en Dimitri Payet jafnaði metin fyrir Marseille á 82. mínútu og þar við sat.

Lazio er nú í öðru sæti riðilsins með fimm stig eftir fjóra leiki, einu stigi meira en Marseille sem situr í þriðja sæti.

Elías Rafn Ólafsson þurfti að sætta sig við bekkjarsetu er lið hans, Midtjylland, vann mikilvægan 1-0 útisigur gegn Rauðu Stjörnunni í F-riðli. 

Heimamenn í Rauðu Stjörnunni þurftu sð spila manni færri í tæpar 80 mínútur eftir að Milos Degenek fékk að líta beint rautt spjald á 12. mínútu.

Guelor Kanga skoraði eina mark leiksins, en hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Marko Gobeljic fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt í uppbótartíma, og Rauða Stjarnan endaði leikinn því með níu leikmenn á vellinum.

Midtjylland er nú í þriðja sæti riðilsins með fimm stig, tveimur stigum á eftir Rauðu Stjörnunni, þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni.

Úrslit kvöldsins

C-riðill

Leicester 1-1 Spartak Moscow

D-riðill

Royal Antwerp 0-3 Fenerbache

E-riðill

Marseille 2-2 Lazio

F-riðill

Rauða Stjarnan 0-1 Midthylland

SC Braga 4-2 Ludogorets Razgrad

G-riðill

Bayer Leverkusen 4-0 Real Betis

Ferencvaros 2-3 Celtic

H-riðill

Dinamo Zagreb 3-1 Rapid Vín


Tengdar fréttir

Lyon tryggði sér sigur í A-riðli | Napoli sigraði toppslaginn

Af þeim 16 leikjum sem fara fram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld er nú átta þeirra lokið. Lyon tryggði sér sigur í A-riðli með 3-0 sigri gegn Sparta Prague og Napoli vann 4-1 útisigur gegn Legia Varsjá í toppslag C-riðils svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×