Fótbolti

Albert skoraði í sigri í Sambandsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson reimaði á sig skotskóna í kvöld.
Albert Guðmundsson reimaði á sig skotskóna í kvöld. Laurens Lindhout/Soccrates/Getty Images

Alls er nú tíu leikjum lokið af þeim 16 sem fara fram í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Albert Guðmundsson skoraði fyrra mark AZ Alkmaar er liðið vann 2-0 sigur gegn CFR Cluj í D-riðli.

Albert kom hollenska liðinu yfir strax á 5. mínútu eftir stoðsendingu frá Jesper Karlsson og staðan var 1-0 í hálfleik.

Staðan breyttist raunar ekki fyrr en rétt tæpum fimm mínútum fyrir leikslok þegar Jesper Karlsson lagði upp sitt annað mark. Í þetta skipti var það Evangelos Pavlidis sem batt endahnútinn á sóknina, og tryggði AZ Alkmaar 2-0 sigur.

Albert og félagar eru í góðum málum í D-riðli, en liðið situr í efsta sæti með tíu stig, fimm stigum meira en Jablonec sem situr í öðru sæti. CGR Cluj rekur hins vegar lestina með aðeins eitt stig.

Úrslit kvöldsins

A-riðill

LASK 2-0 FC Alashkert

Maccabi Tel Aviv 3-0 HJK

B-riðill

Flora Tallin 2-2 Anorthosis

Gent 1-1 Partizan Belgrad

C-riðill

Zorya 2-0 PFC CSKA-Sofia

D-riðill

AZ Alkmaar 2-0 CFR Cluj

Randers FC 2-2 Jablonec

F-riðill

Lincoln Red Imps 1-4 Slovan Bratislava

H-riðill

Kairat Almaty 1-2 Qarabag

Omonia Nicosia 1-1 Basel




Fleiri fréttir

Sjá meira


×