Átta hjá héraðssaksóknara greindust smitaðir af Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 17:01 Átta starfsmenn hjá héraðssaksóknara hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Átta starfsmenn héraðssaksóknara greindust smitaðir af kórónuveirunni um helgina. Fjöldi starfsmanna hefur verið settur í smitgát og fresta hefur þurft nokkrum dómsmálum vegna stöðunnar. Lágmarksfjöldi starfsmanna stendur nú vaktina á skrifstofu embættisins við Skúlagötu. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. „Við lentum í því á mjög stuttum tíma að fá meldingar um að átta starfsmenn væru greindir með Covid. Fyrsta meldingin kom um helgina, síðan kemur þetta flest fram á mánudag og þriðjudag,“ segir Ólafur. Þetta er fyrsta sinn sem svo mörg smit greinast á skrifstofu héraðssaksóknara þó svo að einn og einn starfsmaður hafi greinst smitaður misseri ótengt vinnustaðnum. Líklegt sé þó nú að veiran hafi borist eitthvað á milli manna í vinnunni. „Við sendum nánast alla starfsmenn heim með heimavinnu á meðan við erum að kæla vinnustaðinn. Við erum að láta sótthreinsa starfsstöðvarnar meira og erum örfá sem erum að halda starfseminni gangandi,“ segir Ólafur. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að einhverjum dómsmálum hafi þurft að fresta vegna stöðunnar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Ekki sé grunur um að smit hafi borist út í dómssal en þó hafi þurft að fresta einhverjum dómsmálum sem embættið sæki. „Það er ekki grunur um að smit hafi borist út í dómssal. Þetta er bundið mest við hóp sem er ekki að vinna í réttarsölum. Engu að síður var haft samband við dómara í þeim málum sem var verið að sækja, sérstaklega þar sem var verið að leiða til vitni eða í fjölmennari réttarhöldum. Það var ákveðið að fresta þeim nánast öllum,“ segir Ólafur. Allir starfsmenn hafi verið sendir í smitgát um leið og fyrstu fréttir um smit bárust og allir sendir í hraðpróf í byrjun vikunnar. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví. Smitgátin rennur út hjá flestum fyrir helgina en Ólafur segist ætla að ganga aðeins lengra og láta alla starfsmenn fara í hraðpróf fyrir veirunni áður en þeir koma aftur til starfa á mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 4. nóvember 2021 14:42 Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. 4. nóvember 2021 14:12 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. „Við lentum í því á mjög stuttum tíma að fá meldingar um að átta starfsmenn væru greindir með Covid. Fyrsta meldingin kom um helgina, síðan kemur þetta flest fram á mánudag og þriðjudag,“ segir Ólafur. Þetta er fyrsta sinn sem svo mörg smit greinast á skrifstofu héraðssaksóknara þó svo að einn og einn starfsmaður hafi greinst smitaður misseri ótengt vinnustaðnum. Líklegt sé þó nú að veiran hafi borist eitthvað á milli manna í vinnunni. „Við sendum nánast alla starfsmenn heim með heimavinnu á meðan við erum að kæla vinnustaðinn. Við erum að láta sótthreinsa starfsstöðvarnar meira og erum örfá sem erum að halda starfseminni gangandi,“ segir Ólafur. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að einhverjum dómsmálum hafi þurft að fresta vegna stöðunnar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Ekki sé grunur um að smit hafi borist út í dómssal en þó hafi þurft að fresta einhverjum dómsmálum sem embættið sæki. „Það er ekki grunur um að smit hafi borist út í dómssal. Þetta er bundið mest við hóp sem er ekki að vinna í réttarsölum. Engu að síður var haft samband við dómara í þeim málum sem var verið að sækja, sérstaklega þar sem var verið að leiða til vitni eða í fjölmennari réttarhöldum. Það var ákveðið að fresta þeim nánast öllum,“ segir Ólafur. Allir starfsmenn hafi verið sendir í smitgát um leið og fyrstu fréttir um smit bárust og allir sendir í hraðpróf í byrjun vikunnar. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví. Smitgátin rennur út hjá flestum fyrir helgina en Ólafur segist ætla að ganga aðeins lengra og láta alla starfsmenn fara í hraðpróf fyrir veirunni áður en þeir koma aftur til starfa á mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 4. nóvember 2021 14:42 Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. 4. nóvember 2021 14:12 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 4. nóvember 2021 14:42
Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. 4. nóvember 2021 14:12
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20