Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2021 14:12 Gylfi Þór Þórsteinsson segir Rauða krossinn nú starfrækja þrjú farsóttarhús og að þau séu að fyllast. Álagið á kerfið sé gríðarlegt og úrræðin á þrotum. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. Gylfi Þór birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist vilja að landinu verði lokað „vegna viðhalds“ og hörðum takmörkunum skellt þannig að jólin verði gleðileg. „Tilraunastarfsemi með tilslakanir mega byrja í janúar fyrir mér,“ sagði í færslunni. Gylfi segir í samtali við Vísi að um sé að ræða „þreytustatus miðaldra karlmanns“. Hann ráði ekki neinu og um sé að ráða „skot út í myrkrið“. Hann segir Rauða krossinn nú reka þrjú farsóttarhús – tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík og eitt á Akureyri. „Þau hús sem við erum að reka í dag eru að springa. Það eru um tuttugu herbergi laus af um 180. Við erum með vel yfir hundrað gesti og sumir gestir dreifast á fleiri en eitt herbergi – fjölskyldur og svo framvegis. Herbergjastaðan er eitt en álagið á kerfið er svo allt annað. Hvort sem það eru við, almannavarnakerfið, rakning eða Covid-deild, þá er gríðarlegt álag á öllum. Miðað við smitfjöldann í gær þá er ljóst að það er ekkert að fara að lækka, hvorki í dag né á morgun.“ Þreyta í kerfinu líkt og í samfélaginu Gylfi Þór segir stöðuna í samfélaginu vera mjög erfiða þar sem smitum sé að fjölga. „Það sem meira er þá eru úrræðin á þrotum. Það er að verða erfiðara að fá mannskap til að sinna smitrakningu, sinna sjúkingum inni á Landspítala, hjá okkur... Það er komin þreyta í kerfið, alveg eins og í samfélaginu öllu. Ég skil það vel að fólk í samfélaginu sé orðið þreytt á takmörkunum og öllu slíku. En við þurfum að átta okkur á að við séum í þessum aðgerðum til að vernda Landspítalann sem má ekki við miklum skakkaföllum til að fara á hliðina. Þá er spurning: Hvar viljum við draga þessa línu? Viljum við skerða persónufrelsi okkar á einhvern hátt í einhvern tíma á meðan við náum jafnvægi á þessu aftur? Eða viljum við láta þetta blossa í samfélaginu með þeim afleiðingum sem þá kunna að verða og sem enginn þekkir í raun hver verða,“ spyr Gylfi Þór. Hefur engan áhuga á „jólakúlum“ Hann segist vilja sjá jólin þannig að við getum haldið upp á gleðileg jól með fjölskyldu okkar og vinum. „Ég vil ekki að við þurfum að vera í einhverri „jólakúlu“ með okkur nánustu fimm eða eitthvað. Ég vil frekar herða núna til að við getum leyft okkur að fara út að versla jólagjafir nær jólum, fara að hitta þá sem við elskum. Það er það sem ég er að reyna að koma á framfæri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Gylfi Þór birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist vilja að landinu verði lokað „vegna viðhalds“ og hörðum takmörkunum skellt þannig að jólin verði gleðileg. „Tilraunastarfsemi með tilslakanir mega byrja í janúar fyrir mér,“ sagði í færslunni. Gylfi segir í samtali við Vísi að um sé að ræða „þreytustatus miðaldra karlmanns“. Hann ráði ekki neinu og um sé að ráða „skot út í myrkrið“. Hann segir Rauða krossinn nú reka þrjú farsóttarhús – tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík og eitt á Akureyri. „Þau hús sem við erum að reka í dag eru að springa. Það eru um tuttugu herbergi laus af um 180. Við erum með vel yfir hundrað gesti og sumir gestir dreifast á fleiri en eitt herbergi – fjölskyldur og svo framvegis. Herbergjastaðan er eitt en álagið á kerfið er svo allt annað. Hvort sem það eru við, almannavarnakerfið, rakning eða Covid-deild, þá er gríðarlegt álag á öllum. Miðað við smitfjöldann í gær þá er ljóst að það er ekkert að fara að lækka, hvorki í dag né á morgun.“ Þreyta í kerfinu líkt og í samfélaginu Gylfi Þór segir stöðuna í samfélaginu vera mjög erfiða þar sem smitum sé að fjölga. „Það sem meira er þá eru úrræðin á þrotum. Það er að verða erfiðara að fá mannskap til að sinna smitrakningu, sinna sjúkingum inni á Landspítala, hjá okkur... Það er komin þreyta í kerfið, alveg eins og í samfélaginu öllu. Ég skil það vel að fólk í samfélaginu sé orðið þreytt á takmörkunum og öllu slíku. En við þurfum að átta okkur á að við séum í þessum aðgerðum til að vernda Landspítalann sem má ekki við miklum skakkaföllum til að fara á hliðina. Þá er spurning: Hvar viljum við draga þessa línu? Viljum við skerða persónufrelsi okkar á einhvern hátt í einhvern tíma á meðan við náum jafnvægi á þessu aftur? Eða viljum við láta þetta blossa í samfélaginu með þeim afleiðingum sem þá kunna að verða og sem enginn þekkir í raun hver verða,“ spyr Gylfi Þór. Hefur engan áhuga á „jólakúlum“ Hann segist vilja sjá jólin þannig að við getum haldið upp á gleðileg jól með fjölskyldu okkar og vinum. „Ég vil ekki að við þurfum að vera í einhverri „jólakúlu“ með okkur nánustu fimm eða eitthvað. Ég vil frekar herða núna til að við getum leyft okkur að fara út að versla jólagjafir nær jólum, fara að hitta þá sem við elskum. Það er það sem ég er að reyna að koma á framfæri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira