Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2021 14:12 Gylfi Þór Þórsteinsson segir Rauða krossinn nú starfrækja þrjú farsóttarhús og að þau séu að fyllast. Álagið á kerfið sé gríðarlegt og úrræðin á þrotum. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. Gylfi Þór birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist vilja að landinu verði lokað „vegna viðhalds“ og hörðum takmörkunum skellt þannig að jólin verði gleðileg. „Tilraunastarfsemi með tilslakanir mega byrja í janúar fyrir mér,“ sagði í færslunni. Gylfi segir í samtali við Vísi að um sé að ræða „þreytustatus miðaldra karlmanns“. Hann ráði ekki neinu og um sé að ráða „skot út í myrkrið“. Hann segir Rauða krossinn nú reka þrjú farsóttarhús – tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík og eitt á Akureyri. „Þau hús sem við erum að reka í dag eru að springa. Það eru um tuttugu herbergi laus af um 180. Við erum með vel yfir hundrað gesti og sumir gestir dreifast á fleiri en eitt herbergi – fjölskyldur og svo framvegis. Herbergjastaðan er eitt en álagið á kerfið er svo allt annað. Hvort sem það eru við, almannavarnakerfið, rakning eða Covid-deild, þá er gríðarlegt álag á öllum. Miðað við smitfjöldann í gær þá er ljóst að það er ekkert að fara að lækka, hvorki í dag né á morgun.“ Þreyta í kerfinu líkt og í samfélaginu Gylfi Þór segir stöðuna í samfélaginu vera mjög erfiða þar sem smitum sé að fjölga. „Það sem meira er þá eru úrræðin á þrotum. Það er að verða erfiðara að fá mannskap til að sinna smitrakningu, sinna sjúkingum inni á Landspítala, hjá okkur... Það er komin þreyta í kerfið, alveg eins og í samfélaginu öllu. Ég skil það vel að fólk í samfélaginu sé orðið þreytt á takmörkunum og öllu slíku. En við þurfum að átta okkur á að við séum í þessum aðgerðum til að vernda Landspítalann sem má ekki við miklum skakkaföllum til að fara á hliðina. Þá er spurning: Hvar viljum við draga þessa línu? Viljum við skerða persónufrelsi okkar á einhvern hátt í einhvern tíma á meðan við náum jafnvægi á þessu aftur? Eða viljum við láta þetta blossa í samfélaginu með þeim afleiðingum sem þá kunna að verða og sem enginn þekkir í raun hver verða,“ spyr Gylfi Þór. Hefur engan áhuga á „jólakúlum“ Hann segist vilja sjá jólin þannig að við getum haldið upp á gleðileg jól með fjölskyldu okkar og vinum. „Ég vil ekki að við þurfum að vera í einhverri „jólakúlu“ með okkur nánustu fimm eða eitthvað. Ég vil frekar herða núna til að við getum leyft okkur að fara út að versla jólagjafir nær jólum, fara að hitta þá sem við elskum. Það er það sem ég er að reyna að koma á framfæri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Gylfi Þór birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist vilja að landinu verði lokað „vegna viðhalds“ og hörðum takmörkunum skellt þannig að jólin verði gleðileg. „Tilraunastarfsemi með tilslakanir mega byrja í janúar fyrir mér,“ sagði í færslunni. Gylfi segir í samtali við Vísi að um sé að ræða „þreytustatus miðaldra karlmanns“. Hann ráði ekki neinu og um sé að ráða „skot út í myrkrið“. Hann segir Rauða krossinn nú reka þrjú farsóttarhús – tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík og eitt á Akureyri. „Þau hús sem við erum að reka í dag eru að springa. Það eru um tuttugu herbergi laus af um 180. Við erum með vel yfir hundrað gesti og sumir gestir dreifast á fleiri en eitt herbergi – fjölskyldur og svo framvegis. Herbergjastaðan er eitt en álagið á kerfið er svo allt annað. Hvort sem það eru við, almannavarnakerfið, rakning eða Covid-deild, þá er gríðarlegt álag á öllum. Miðað við smitfjöldann í gær þá er ljóst að það er ekkert að fara að lækka, hvorki í dag né á morgun.“ Þreyta í kerfinu líkt og í samfélaginu Gylfi Þór segir stöðuna í samfélaginu vera mjög erfiða þar sem smitum sé að fjölga. „Það sem meira er þá eru úrræðin á þrotum. Það er að verða erfiðara að fá mannskap til að sinna smitrakningu, sinna sjúkingum inni á Landspítala, hjá okkur... Það er komin þreyta í kerfið, alveg eins og í samfélaginu öllu. Ég skil það vel að fólk í samfélaginu sé orðið þreytt á takmörkunum og öllu slíku. En við þurfum að átta okkur á að við séum í þessum aðgerðum til að vernda Landspítalann sem má ekki við miklum skakkaföllum til að fara á hliðina. Þá er spurning: Hvar viljum við draga þessa línu? Viljum við skerða persónufrelsi okkar á einhvern hátt í einhvern tíma á meðan við náum jafnvægi á þessu aftur? Eða viljum við láta þetta blossa í samfélaginu með þeim afleiðingum sem þá kunna að verða og sem enginn þekkir í raun hver verða,“ spyr Gylfi Þór. Hefur engan áhuga á „jólakúlum“ Hann segist vilja sjá jólin þannig að við getum haldið upp á gleðileg jól með fjölskyldu okkar og vinum. „Ég vil ekki að við þurfum að vera í einhverri „jólakúlu“ með okkur nánustu fimm eða eitthvað. Ég vil frekar herða núna til að við getum leyft okkur að fara út að versla jólagjafir nær jólum, fara að hitta þá sem við elskum. Það er það sem ég er að reyna að koma á framfæri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira