Erlent

For­seti Tékk­lands kominn af gjör­gæslu

Atli Ísleifsson skrifar
Milos Zeman var fluttur á sjúkrahús daginn eftir þingkosningarnar í fyrri hluta október.
Milos Zeman var fluttur á sjúkrahús daginn eftir þingkosningarnar í fyrri hluta október. EPA

Milos Zeman Tékklandsforseti hefur verið fluttur á almenna deild á hersjúkrahúsi í Prag eftir að hafa dvalið á gjörgæslu síðustu vikurnar.

Zeman var fluttur með sjúkrabíl á hersjúkrahúsið þann 10. október síðastliðinn, daginn eftir þingkosningarnar í landinu. Vegna veikindanna hefur hinn 77 ára Zeman ekki getað sinnt embættisskyldum forseta til að tryggja formlega myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Allar líkur eru á að Petr Fiala verði næsti forsætisráðherra Tékklands.EPA

Zeman er stórreykingarmaður og lengi glímt við bága heilsu, sem tékkneskir fjölmiðlar hafa bendlað við óhóflega áfengisneyslu.

Veikindi forsetans hafa leitt til smávægilegrar stjórnlagakreppu, þar sem ekki sé á hreinu hvernig ný ríkisstjórn skuli taka við völdum án aðkomu þjóðhöfðingjans.

Flokkur Andrej Babis forsætisráðherra missti meirihluta sinn á tékkneska þinginu í kosningunum og tókst Saman, bandalagi borgaralegra flokka undir forystu Petr Fiala, að tryggja sér meirihluta þingsæta eftir viðræður við annað flokkabandalag. Er ætlunin að Fiala verði forsætisráðherra í nýrri stjórn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.