Innlent

Ó­breytt á landa­mærunum til 15. janúar

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá röð á Keflavíkurflugvelli.
Frá röð á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum verða óbreyttar til 15. janúar. Heilbrigðisráðherra hefur tekið þá ákvörðun að framlengja reglugerðina um sóttvarnarráðstafanir þar vegna Covid-19 en ástæðan er sögð fjölgun smita innanlands að undanförnu.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sóttvarnalæknir bendi á að faraldurinn sé í töluverðum vexti og þeim fari fjölgandi sem veikist alvarlega. Faraldurinn sé farinn að hafa íþyngjandi áhrif á starfsemi Landspítala.

Um tvö prósent þeirra sem greinast með Covid-19 þurfa að leggjast inn á sjúkrahús.

Allir farþegar sem koma til landsins, hvort sem þeir eru íslenskir eða ekki, þurfa að framvísa neikvæðu PCR eða hraðgreiningaprófi sem má ekki vera eldra en 72 klukkustundir við byrðingu erlendis.

Á því eru þó undanþágur. Íslenskir ríkisborgarar sem hafa tengsl við Ísland þurfa til að mynda að undirgangast annað sömu prófa innan tveggja daga eftir komuna til landsins. Frekari upplýsingar um aðgerðirnar á landamærunum og skilyrði má finna hér í reglunum sjálfum.

Í minnisblaði sínu frá fyrsta nóvember, sagði sóttvarnalæknir að frá því að núgildandi reglugerð tók gildi hafi smitum sem greinast á landamærum fjölgað nokkuð. Þau séu að meðaltali færri en tíu á dag og greinast nánast eingöngu full bólusettir einstaklingar með Covid-19.


Tengdar fréttir

Ísland aftur orðið rautt

Ísland er enn á ný orðið rautt á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu eftir nokkrar vikur í appelsínugulum lit.

Takmarkanir á landamærum: „Þetta er óskýrt og þetta bara stenst enga skoðun“

Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að sér og líklega allri ferðaþjónustunni fallist hendur yfir því að ekkert sé að frétta af afléttingum á landamærum. Ferðamenn leiti annað en til Íslands vegna skilyrða hér og öll þjóðin tapi á því. Opna eigi landið fyrir öllum fullbólusettum einstaklingum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.