Aldrei meiri umferð um Hringveginn Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 08:31 Mest var aukningin á Mýrdalssandi. Vísir/Vilhelm Aldrei hefur fleiri bílum verið ekið um Hringveginn í októbermánuði og jókst umferðin um nærri 32 prósent frá sama tíma í fyrra. Mesta aukningin var á Mýrdalssandi þar sem umferðin reyndist 251 prósent meiri en í fyrra. Met var slegið í umferð yfir sextán lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum og hafa aldrei farið fleiri ökutæki yfir umrædd mælisnið í október. Vegagerðin telur nærtækast að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna þó þeir séu töluvert færri nú en fyrir faraldur. „Hugsanlega er líka aukning á ferðum Íslendinga, að heimamenn séu enn að ferðast innanlands í auknum mæli. Ef til vill í stað ferða erlendis t.d. í vetrarfríum skólanna. Einnig verður að teljast líklegt að umsvifin í efnahagslífinu séu nú að aukast hratt. Þetta hefur þó ekki verið skoðað sérstaklega,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum Umferð jókst á öllum landsvæðum en mest yfir mælisnið á Norðurlandi eða um rúmlega 58 prósent. Mest var aukningin á Mýrdalssandi, líkt og áður segir, en þó er ekki um að ræða met aukningu þar sem umferð á Hvalsnesi í Lóni jókst um 256% milli septembermánaða 2020 og 2021. Eru þessar miklu hlutfallsaukningar til komnar vegna þess að umferð dróst mikið saman á síðasta ári í áhrifa heimsfaraldursins. Núna hefur umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Hlutfallslega hefur umferð aukist mest um Austurland eða um 29 prósent. Vegagerðin Mest ekið á föstudögum Nú þegar aðeins tveir mánuður eru eftir af árinu má búast við því að umferðin í ár aukist um 13,5 prósent miðað við síðasta ár. Verði af þessari aukningu dugar hún samt ekki til þess að fara upp fyrir árið 2019 og yrði um 2 prósent minni en það ár, að sögn Vegagerðarinnar. Það sem af er ári er mest ekið um Hringveginn á föstudögum en minnst á laugardögum. Umferð hefur aukist mest á sunnudögum eða um 16 prósent en minnst hefur aukningin orðið á fimmtudögum eða 10 prósent. Umferð Bílar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Met var slegið í umferð yfir sextán lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum og hafa aldrei farið fleiri ökutæki yfir umrædd mælisnið í október. Vegagerðin telur nærtækast að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna þó þeir séu töluvert færri nú en fyrir faraldur. „Hugsanlega er líka aukning á ferðum Íslendinga, að heimamenn séu enn að ferðast innanlands í auknum mæli. Ef til vill í stað ferða erlendis t.d. í vetrarfríum skólanna. Einnig verður að teljast líklegt að umsvifin í efnahagslífinu séu nú að aukast hratt. Þetta hefur þó ekki verið skoðað sérstaklega,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum Umferð jókst á öllum landsvæðum en mest yfir mælisnið á Norðurlandi eða um rúmlega 58 prósent. Mest var aukningin á Mýrdalssandi, líkt og áður segir, en þó er ekki um að ræða met aukningu þar sem umferð á Hvalsnesi í Lóni jókst um 256% milli septembermánaða 2020 og 2021. Eru þessar miklu hlutfallsaukningar til komnar vegna þess að umferð dróst mikið saman á síðasta ári í áhrifa heimsfaraldursins. Núna hefur umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Hlutfallslega hefur umferð aukist mest um Austurland eða um 29 prósent. Vegagerðin Mest ekið á föstudögum Nú þegar aðeins tveir mánuður eru eftir af árinu má búast við því að umferðin í ár aukist um 13,5 prósent miðað við síðasta ár. Verði af þessari aukningu dugar hún samt ekki til þess að fara upp fyrir árið 2019 og yrði um 2 prósent minni en það ár, að sögn Vegagerðarinnar. Það sem af er ári er mest ekið um Hringveginn á föstudögum en minnst á laugardögum. Umferð hefur aukist mest á sunnudögum eða um 16 prósent en minnst hefur aukningin orðið á fimmtudögum eða 10 prósent.
Umferð Bílar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira