Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:49 Sólveig Anna vandar starfsfólki Eflingar ekki kveðjurnar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. Þetta segir Sólveig í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu, þar sem hún segir einnig að þar sem það hefði ekki verið viðurkennt að staða verka- og láglaunafólks væri mjög slæm og ólíðandi, hefði ekki verið til staðar skilningur á því að hún þyrfti vinnufrið. Sólveig Anna hefur ekki viljað veita viðtöl vegna ólgunnar innan Eflingar og hefur látið nægja að tjá sig um málið á Facebook. „Það var aldrei viðurkennt að ég hefði umboð frá félagsfólki eftir kosningar sem ég og félagar mínir unnum með algjörum yfirburðum (þrátt fyrir að skrifstofa félagsins gerði allt til að koma í veg fyrir það , m.a. með því að starfsfólk skrifstofunnar sagði við þau sem komin voru til að kjósa að ég væri „klikkuð kerling“ og „snarbiluð“) til að umbreyta þeirri hörmulegu þjónustu sem félagsfólki var boðið uppá (t.d. aldrei nokkur tilraun gerð til að koma til móts við allt aðflutta verkafólkið, sem þó eru helmingur félagsfólks) og koma henni í mannsæmandi horf,“ segir Sólveig meðal annars. Hún nefnir dæmi og segist meðal annars hafa verið gagnrýnd fyrir að borða ein inni á skrifstofu sinni. „Þegar ég ávarpaði starfsfólk skrifstofu Eflingar síðasta föstudagsmorgun og bað þau um að liðsinna mér var ég í raun að biðja um einhverskonar vinnufrið. Vinnufriðinn sem aldrei hefur fengist viðurkennt að ég þyrfti og ætti rétt á,“ segir Sólveig. Frið til að halda baráttunni áfram, segir hún. „Ég bað starfsfólk í fullri einlægni um að veita mér hann. Þeirri beiðni var afdráttarlaust hafnað; herferðin inná vinnustaðnum, byggð á ofstæki og andúð í minn garð, skyldi halda áfram, með engan endi í sjónmáli. Því fór sem fór.“ Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu. 2. nóvember 2021 16:09 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Þetta segir Sólveig í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu, þar sem hún segir einnig að þar sem það hefði ekki verið viðurkennt að staða verka- og láglaunafólks væri mjög slæm og ólíðandi, hefði ekki verið til staðar skilningur á því að hún þyrfti vinnufrið. Sólveig Anna hefur ekki viljað veita viðtöl vegna ólgunnar innan Eflingar og hefur látið nægja að tjá sig um málið á Facebook. „Það var aldrei viðurkennt að ég hefði umboð frá félagsfólki eftir kosningar sem ég og félagar mínir unnum með algjörum yfirburðum (þrátt fyrir að skrifstofa félagsins gerði allt til að koma í veg fyrir það , m.a. með því að starfsfólk skrifstofunnar sagði við þau sem komin voru til að kjósa að ég væri „klikkuð kerling“ og „snarbiluð“) til að umbreyta þeirri hörmulegu þjónustu sem félagsfólki var boðið uppá (t.d. aldrei nokkur tilraun gerð til að koma til móts við allt aðflutta verkafólkið, sem þó eru helmingur félagsfólks) og koma henni í mannsæmandi horf,“ segir Sólveig meðal annars. Hún nefnir dæmi og segist meðal annars hafa verið gagnrýnd fyrir að borða ein inni á skrifstofu sinni. „Þegar ég ávarpaði starfsfólk skrifstofu Eflingar síðasta föstudagsmorgun og bað þau um að liðsinna mér var ég í raun að biðja um einhverskonar vinnufrið. Vinnufriðinn sem aldrei hefur fengist viðurkennt að ég þyrfti og ætti rétt á,“ segir Sólveig. Frið til að halda baráttunni áfram, segir hún. „Ég bað starfsfólk í fullri einlægni um að veita mér hann. Þeirri beiðni var afdráttarlaust hafnað; herferðin inná vinnustaðnum, byggð á ofstæki og andúð í minn garð, skyldi halda áfram, með engan endi í sjónmáli. Því fór sem fór.“
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu. 2. nóvember 2021 16:09 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03
Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22
Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu. 2. nóvember 2021 16:09