Lífið

Framlengir sumarið með fallegu glerhúsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bryndís Eir er blómaskreytir í Hveragerði.
Bryndís Eir er blómaskreytir í Hveragerði.

Dýrindis glerhús í garðinum er klárlega málið til að framlengja sumarið en Vala Matt komast að því í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Nú þegar veturinn er kominn en sumar haustplöntur eru áfram fallegar langt fram á veturinn og jafnvel allt árið.

Vala skellti sér til Hveragerðis þar sem blómaskreytirinn Bryndís Eir Þorsteinsdóttir er búin að setja upp flott garðhús úr gleri við pallinn hjá sér.

Þar er hún með mikið af fallegum haustplöntum og sígrænum plöntum. En hún notar garðhýsið allt árið bæði til að vinna í og einnig til að bjóða vinum og fjölskyldu upp á kaffi og kræsingar í þessu einstaka umhverfi.

Og pallurinn hennar er einnig skreyttur dýrindis haustblómum og sígrænum plöntum.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×