Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 12. maí 2021 23:14 Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði. Samsett „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, hefur kallað eftir því að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu Fjallabyggð svo forða megi fuglunum frá óvægnum rándýrunum. Hann er mikill fuglaáhugamaður hefur merkt fugla fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands í rúm fjörutíu ár. Honum líst ekkert á blikuna, segist hafa heyrt mikið um að kettir séu drepandi fugla hér og þar um bæinn og kallar eftir umræðu um það hvort lausaganga katta geti talist eðlileg. Tók Sigurður því til þess ráðs að kaupa auglýsingu í bæjarblaðinu og hvetja íbúa Fjallabyggðar sem væru á móti lausagöngu katta að tilkynna allt ónæði og allan sóðaskap sem af þeim hlýst. Kergja í kattaeigendum „Það er ekkert eðlilegt við það að ein gæludýrategund umfram aðrar fái að valda óáreitt í sveitarfélaginu okkar á varptíma fugla, hvað þá allan ársins hring,“ segir hann í samtali við Vísi. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi fengið misjafnar undirtektir og hefur hún vakið nokkra ólgu í fjölmennum Facebook-hópi kattaeiganda og áhugafólks. „Ég vil kalla fram umræðu um þetta án upphrópana vegna þess að kötturinn er ekki hluti af þessari fánu, eins og minkurinn. Hann kom með landnámsmönnum og maðurinn er líka aðskotadýr en maðurinn hefur þó alla vega einhverjar reglur sem hann reynir að fara eftir,“ segir Sigurður. Ekki sé sjálfsagt að ein gæludýrategund fái að ráfa um eftirlitslaus þegar öðrum er gert að njóta minna frelsis. Sveitarstjórnin bognað undan þrýstingi kattaeigenda Aðdragandi málsins er sá að Sigurður fór þess á leit við yfirvöld í Fjallabyggð að lausaganga yrði bönnuð á varptíma og var tillaga þess efnis samþykkt í vor. „En þá fór þrýstihópur af stað og bæjarstjórn guggnaði. Hún kom með breytingartillögu um að í sumar yrði haldið saman kvörtunum sem myndu berast, tölfræði yrði unnin úr því og svo yrði þetta kynnt í haust.“ „Eftir þetta hef ég heyrt í ofboðslega mörgum hér sem hafa byrjað að fyrra bragði að segja að kettirnir séu skítandi út um allt og að maður sé að stíga í þetta og ég segi, látið þið vita! Þannig að þetta verði skráð og einhver hafi einhverja hugmynd um hvað þetta gerist oft og hvað þetta er mikið.“ Svarið að finna á Húsavík Flestir kattaeigendur kjósa að reyna að halda aftur af veiðieðli gæludýranna og vonast til að bjöllur og hálskragar forði fuglunum undan. Sigurður segir að slíkt dugi einfaldlega ekki til. „Það bjargar ekki nema fleygum fuglum vegna þess að ungarnir, eins og skógarþrastarungar og svartþrastar, hoppa úr hreiðrinu og eru vappandi mikið um á jörðinni og lágum greinum. Þeir ná ekki að bjarga sér á flugi og engin bjalla eða kragi kemur að notum.“ Sigurður segir að það sé vel hægt að draga úr lausagöngu katta og þar sé til að mynda hægt að horfa til Húsavíkur þar sem hún hafi verið bönnuð. „Þetta var gert á Húsavík og þetta er alveg hægt. Það er ekki þar með sagt að það þurfi alltaf að hafa dýrin inni, á Húsavík eru sumir með einhver skýli út í garði sem kettirnir geta verið í.“ Sefur ágætlega á nóttunni „Af hverju þurfa hundaeigendur að ganga á eftir hundunum sínum með poka og hreinsa upp skítinn úr þeim þegar kettir eru gerandi þarfir sínar í sandkassa út um allar trissur og enginn gerir neitt. Það er þetta ábyrgðarleysi sem mér finnst skjóta skökku við.“ Sigurður lætur heiftúðlega umræðu um sig ekki á sig fá og segist vel geta sofið yfir þessu. Markmiðinu hafi verið náð. „Ég er mjög ánægður ef þetta kemur af stað einhverri vitrænni umræðu. Ef öllum er sama um að kettir leiki lausum hala þá er það bara þannig.“ Dýr Fjallabyggð Gæludýr Kettir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, hefur kallað eftir því að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu Fjallabyggð svo forða megi fuglunum frá óvægnum rándýrunum. Hann er mikill fuglaáhugamaður hefur merkt fugla fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands í rúm fjörutíu ár. Honum líst ekkert á blikuna, segist hafa heyrt mikið um að kettir séu drepandi fugla hér og þar um bæinn og kallar eftir umræðu um það hvort lausaganga katta geti talist eðlileg. Tók Sigurður því til þess ráðs að kaupa auglýsingu í bæjarblaðinu og hvetja íbúa Fjallabyggðar sem væru á móti lausagöngu katta að tilkynna allt ónæði og allan sóðaskap sem af þeim hlýst. Kergja í kattaeigendum „Það er ekkert eðlilegt við það að ein gæludýrategund umfram aðrar fái að valda óáreitt í sveitarfélaginu okkar á varptíma fugla, hvað þá allan ársins hring,“ segir hann í samtali við Vísi. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi fengið misjafnar undirtektir og hefur hún vakið nokkra ólgu í fjölmennum Facebook-hópi kattaeiganda og áhugafólks. „Ég vil kalla fram umræðu um þetta án upphrópana vegna þess að kötturinn er ekki hluti af þessari fánu, eins og minkurinn. Hann kom með landnámsmönnum og maðurinn er líka aðskotadýr en maðurinn hefur þó alla vega einhverjar reglur sem hann reynir að fara eftir,“ segir Sigurður. Ekki sé sjálfsagt að ein gæludýrategund fái að ráfa um eftirlitslaus þegar öðrum er gert að njóta minna frelsis. Sveitarstjórnin bognað undan þrýstingi kattaeigenda Aðdragandi málsins er sá að Sigurður fór þess á leit við yfirvöld í Fjallabyggð að lausaganga yrði bönnuð á varptíma og var tillaga þess efnis samþykkt í vor. „En þá fór þrýstihópur af stað og bæjarstjórn guggnaði. Hún kom með breytingartillögu um að í sumar yrði haldið saman kvörtunum sem myndu berast, tölfræði yrði unnin úr því og svo yrði þetta kynnt í haust.“ „Eftir þetta hef ég heyrt í ofboðslega mörgum hér sem hafa byrjað að fyrra bragði að segja að kettirnir séu skítandi út um allt og að maður sé að stíga í þetta og ég segi, látið þið vita! Þannig að þetta verði skráð og einhver hafi einhverja hugmynd um hvað þetta gerist oft og hvað þetta er mikið.“ Svarið að finna á Húsavík Flestir kattaeigendur kjósa að reyna að halda aftur af veiðieðli gæludýranna og vonast til að bjöllur og hálskragar forði fuglunum undan. Sigurður segir að slíkt dugi einfaldlega ekki til. „Það bjargar ekki nema fleygum fuglum vegna þess að ungarnir, eins og skógarþrastarungar og svartþrastar, hoppa úr hreiðrinu og eru vappandi mikið um á jörðinni og lágum greinum. Þeir ná ekki að bjarga sér á flugi og engin bjalla eða kragi kemur að notum.“ Sigurður segir að það sé vel hægt að draga úr lausagöngu katta og þar sé til að mynda hægt að horfa til Húsavíkur þar sem hún hafi verið bönnuð. „Þetta var gert á Húsavík og þetta er alveg hægt. Það er ekki þar með sagt að það þurfi alltaf að hafa dýrin inni, á Húsavík eru sumir með einhver skýli út í garði sem kettirnir geta verið í.“ Sefur ágætlega á nóttunni „Af hverju þurfa hundaeigendur að ganga á eftir hundunum sínum með poka og hreinsa upp skítinn úr þeim þegar kettir eru gerandi þarfir sínar í sandkassa út um allar trissur og enginn gerir neitt. Það er þetta ábyrgðarleysi sem mér finnst skjóta skökku við.“ Sigurður lætur heiftúðlega umræðu um sig ekki á sig fá og segist vel geta sofið yfir þessu. Markmiðinu hafi verið náð. „Ég er mjög ánægður ef þetta kemur af stað einhverri vitrænni umræðu. Ef öllum er sama um að kettir leiki lausum hala þá er það bara þannig.“
Dýr Fjallabyggð Gæludýr Kettir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira