Innlent

Eigandi rakti símann en þjófurinn þóttist eiga hann

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Málið endaði farsællega.
Málið endaði farsællega.

Um klukkan 17 í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að farsíma hefði verið stolið í verslunarmiðstöð í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Þremur tímum síðar hafði tilkynnandi aftur samband og hafði þá staðsett símann í Hlíðahverfinu.

Lögreglumenn fóru á svæðið og höfðu afskipti af tveimur mönnum. Annar þeirra reyndist hafa símann í fórum sínum en sagðist eiga símann. Vildi ekki betur til fyrir hann en svo að skilríki raunverulegs eiganda voru í farsímahlustrinu og var grunaður þjófur handtekinn.

Eigandi símans fékk hann afhentan og lauk málinu þannig farsællega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.