Erlent

Faðir hug­rænnar at­ferlis­með­­ferðar er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Aaron T. Beck starfaði lengi við Pennsylvaníuháskóla.
Aaron T. Beck starfaði lengi við Pennsylvaníuháskóla. Wikipedia Commons

Bandaríski vísindamaðurinn Aaron T. Beck, sem jafnan hefur verið talinn faðir hugrænnar atferlismeðferðar, er látinn. Hann lést á heimili sínu í Fíladelfíu, hundrað ára að aldri.

Rannsóknir hans og vinna eru talin hafa valdið straumhvörfum í greiningu og meðhöndlun á þunglyndi og geðsjúkdómum.

Beck þróaði hugræna atferlismeðferð sína (e. cognitive therapy) á sjöunda áratugnum. Gengur hún út á að fækka neikvæðum hugsunum sjúklings um sig sjálfa, heiminn eða framtíðina, útrýma þeim og koma þess í stað inn raunsæjum eða jákvæðum hugsunum. Lyf eru sömuleiðis oft notuð í meðferðunum.

Hugræn atferlismeðferð hefur sömuleiðis verið notuð til að vinna gegn felmtursköstum, félagsfælni, lotugræðgi og fleiri geðrænum kvillum.

Beck var höfundur eða meðhöfundur alls 25 bóka og birti um sex hundruð vísindagreinar á ferli sínum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×