Frestaði aðalmeðferð í máli Zuism fram í febrúar Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 17:56 Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, í Héraðsdómi Reykjavíkur á fyrri stigum málsins. Fyrir aftan hann er Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði aðalmeðferð í máli á hendur forsvarsmönnum trúfélagsins Zuism fram í febrúar í dag. Tveir bræður sem stýrðu félaginu eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram um miðjan nóvember. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir við Vísi að dómari hafi ákveðið að fresta henni þar til í febrúar þegar málið var tekið fyrir í dag. RÚV sagði fyrst frá frestuninni í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson er ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélagið Zuism. Þrátt fyrir að félagið hafi um tíma verið eitt það fjölmennasta á landinu fór lítil sem engin raunveruleg starfsemi fram á vegum þess. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur haldið eftir sóknargjöldum til félagsins frá því árið 2019 vegna vafa um að Zuism uppfylli skilyrði laga um skráð trúfélög. Saga fjársvika Auk bræðranna eru Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar var í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákærð í málinu. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja á reikningum félaga Einars og Zuism. Í ákærunni kemur meðal annars fram að bræðurnir hafi fært fé af reikningi Zuismi yfir á eigin reikninga eða félaga sem þeir höfðu til umráða. Þá hafi þeir nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu, þar á meðal milljónir króna í veitingahús, áfengi og ferðalög. Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2017. Einkahlutafélagið EAF kom einnig við sögu í því máli en gekk þá undir nafninu Tir ehf. Það var eitt nokkurra félaga sem Einar notaði til að taka við fjármunum og flytja á milli landa. Zuism Dómsmál Trúmál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram um miðjan nóvember. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir við Vísi að dómari hafi ákveðið að fresta henni þar til í febrúar þegar málið var tekið fyrir í dag. RÚV sagði fyrst frá frestuninni í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson er ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélagið Zuism. Þrátt fyrir að félagið hafi um tíma verið eitt það fjölmennasta á landinu fór lítil sem engin raunveruleg starfsemi fram á vegum þess. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur haldið eftir sóknargjöldum til félagsins frá því árið 2019 vegna vafa um að Zuism uppfylli skilyrði laga um skráð trúfélög. Saga fjársvika Auk bræðranna eru Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar var í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákærð í málinu. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja á reikningum félaga Einars og Zuism. Í ákærunni kemur meðal annars fram að bræðurnir hafi fært fé af reikningi Zuismi yfir á eigin reikninga eða félaga sem þeir höfðu til umráða. Þá hafi þeir nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu, þar á meðal milljónir króna í veitingahús, áfengi og ferðalög. Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2017. Einkahlutafélagið EAF kom einnig við sögu í því máli en gekk þá undir nafninu Tir ehf. Það var eitt nokkurra félaga sem Einar notaði til að taka við fjármunum og flytja á milli landa.
Zuism Dómsmál Trúmál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira