Fótbolti

Þustu inn á völlinn og reyndu að eyðileggja VAR-græjurnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Öryggisverðir á heimavelli Gremio áttu í fullu fangi með að halda aftur af stuðningsmönnum liðsins.
Öryggisverðir á heimavelli Gremio áttu í fullu fangi með að halda aftur af stuðningsmönnum liðsins. getty/Silvio Avila

Stuðningsmenn Gremio í Brasilíu létu reiði sína bitna á VAR-svæðinu eftir tap fyrir Palmeiras.

Gremino tapaði 1-3 fyrir Palmeiras á heimavelli í gær og staða liðsins í botnbaráttu brasilísku úrvalsdeildarinnar er erfið.

Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka jafnaði Elias Alves í 2-2 fyrir Gremio. Eða svo hélt hann. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun á myndbandi.

Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gulltryggði varamaðurinn Breno sigur Palmeiras þegar hann skoraði þriðja mark liðsins.

Í leikslok fór hluti stuðningsmanna Gremio inn á völlinn, eða öllu heldur á svæðið þar sem VAR-skjárinn er. Þeir létu öllum illum látum og reyndu að eyðileggja skjáinn og aðrar græjur á VAR-svæðinu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Gremio er í nítjánda og næstneðsta sæti brasilísku úrvalsdeildarinnar með 26 stig, sjö stigum frá öruggu sæti. Liðið á þó tvo leiki til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.