Innlent

Vann rúmar fimmtíu milljónir

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vinningshafinn var í netáskrift en á myndinni má sjá hefðbundinn lottómiða.
Vinningshafinn var í netáskrift en á myndinni má sjá hefðbundinn lottómiða. Vísir/Vilhelm

Ljónheppinn Lottó-áskrifandi var með allar tölur réttar í gærkvöldi og fær fyrir það rúmar 52,9 milljónir í sinn hlut. Vinningstölur kvöldsins voru 5 8 16 21 27 7.

Þá voru sjö miðahafar voru með bónusvinning upp á 199 þúsund krónur hver. Tveir bónusmiðanna voru keyptir í appinu, tveir í áskrift, og aðrir víðsvegar um landið.

Sex miðar voru með 2. vinning í Jóker og fengu vinningshafarnir 100 þúsund krónur hve. Heildarfjöldi vinningshafa var 11.847. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×