Erlent

Elísa­betu drottningu ráð­lagt að hvíla sig

Árni Sæberg skrifar
Elísabet önnur Bretadrottning mun ekki láta sjá sig á mannamótum á næstunni.
Elísabet önnur Bretadrottning mun ekki láta sjá sig á mannamótum á næstunni. Pool/Getty Images

Læknar Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu hafa ráðlagt henni að taka tveggja vikna frí frá opinberum skyldum sínum. Drottningin lætur þó ekki skipa sér fyrir og mun hún halda auðveldari störfum áfram.

Í frétt AP um málið segir að ákvörðunin hafi varið tekin í kjölfar þess að drottningin varði nótt á spítala í Lundúnum á dögunum. Það hafi verið fyrsta sjúkrahúslega drottningarinnar í heil átta ár.

Elísabet önnur hefur haldið starfi sínu áfram frá því að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi en nú mun hún aðeins sinna skrifstofustörfum. Hún mun til að mynda ekki mæta á minningarviðburð fyrir þau sem barist hafa fyrir breska heimsveldið sem haldin verður 13. nóvember.

„Hins vegar er það ætlun drottningarinnar að vera viðstödd þjóðarminningarathöfnina á minningarsunnudag þann 14. nóvember,“ segir í tilkynningu frá konungsfjölskyldunni.

Elísabet önnur er langlífasti og þaulsetnasti þjóðarleiðtogi Bretlands en hún er 95 ára gömul og á næsta ári mun hún fagna sjötíu ára afmæli valdatöku hennar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.