Mosfellingurinn í Feneyjum næstu árin Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2021 15:00 Bjarki Steinn Bjarkason í eitursvalri treyju Venezia. Getty U21-landsliðsmaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason verður áfram í herbúðum ítalska A-deildarfélagsins Venezia fram til sumarsins 2024. Félagið tilkynnti um samning þess efnis í dag. Bjarki, sem hóf knattspyrnuferilinn hjá Aftureldingu en lék einnig með ÍA hér á landi, gekk í raðir Venezia í ágúst í fyrra. Hann lék ellefu leiki með Venezia á síðustu leiktíð, þar af tíu deildarleiki, þegar liðið vann sér sæti í efstu deild. Bjarki bíður þess að spila sinn fyrsta leik í A-deildinni en hefur verið á varamannabekknum hjá liðinu sem er í 16. sæti. Hann hefur þó gert nóg til að sannfæra forráðamenn Venezia um að bjóða sér nýjan samning til tæplega þriggja ára. „Ég er afar ánægður með að hafa endurnýjað samninginn minn, sérstaklega við félag sem er með framúrskarandi framtíðarsýn sem ég hef mikla trú á. Ég hef hér frábært tækifæri til að þroskast í umhverfi þar sem hlúð er fullkomlega að þróun ungra leikmanna. Þetta félag er eins og fjölskylda. Ég er viss um að í náinni framtíð mun ég sanna virði mitt fyrir þetta lið,“ sagði Bjarki á heimasíðu Venezia. Mikið Íslendingafélag Venezia hefur á skömmum tíma orðið mikið Íslendingalið. Hjá félaginu er einnig Arnór Sigurðsson, að láni frá CSKA Moskvu, og Óttar Magnús Karlsson er á mála hjá félaginu en var lánaður til C-deildarliðs Siena. Á þessu ári hafa þrír ungir Íslendingar farið til Venezia til að spila þar með U19-liði félagsins. Jakob Franz Pálsson kom frá Þór í febrúar, fyrst að láni en var svo keyptur í sumar. Hilmir Rafn Mikaelsson var fenginn frá Fjölni í sumar og Kristófer Jónsson, fyrrverandi leikmaður Hauka, að láni frá Val fram á næsta sumar. Þá var hinn 17 ára gamli Ingi Þór Sigurðsson úr ÍA, bróðir Arnórs, fenginn til æfinga hjá Venezia fyrr í þessum mánuði. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Bjarki, sem hóf knattspyrnuferilinn hjá Aftureldingu en lék einnig með ÍA hér á landi, gekk í raðir Venezia í ágúst í fyrra. Hann lék ellefu leiki með Venezia á síðustu leiktíð, þar af tíu deildarleiki, þegar liðið vann sér sæti í efstu deild. Bjarki bíður þess að spila sinn fyrsta leik í A-deildinni en hefur verið á varamannabekknum hjá liðinu sem er í 16. sæti. Hann hefur þó gert nóg til að sannfæra forráðamenn Venezia um að bjóða sér nýjan samning til tæplega þriggja ára. „Ég er afar ánægður með að hafa endurnýjað samninginn minn, sérstaklega við félag sem er með framúrskarandi framtíðarsýn sem ég hef mikla trú á. Ég hef hér frábært tækifæri til að þroskast í umhverfi þar sem hlúð er fullkomlega að þróun ungra leikmanna. Þetta félag er eins og fjölskylda. Ég er viss um að í náinni framtíð mun ég sanna virði mitt fyrir þetta lið,“ sagði Bjarki á heimasíðu Venezia. Mikið Íslendingafélag Venezia hefur á skömmum tíma orðið mikið Íslendingalið. Hjá félaginu er einnig Arnór Sigurðsson, að láni frá CSKA Moskvu, og Óttar Magnús Karlsson er á mála hjá félaginu en var lánaður til C-deildarliðs Siena. Á þessu ári hafa þrír ungir Íslendingar farið til Venezia til að spila þar með U19-liði félagsins. Jakob Franz Pálsson kom frá Þór í febrúar, fyrst að láni en var svo keyptur í sumar. Hilmir Rafn Mikaelsson var fenginn frá Fjölni í sumar og Kristófer Jónsson, fyrrverandi leikmaður Hauka, að láni frá Val fram á næsta sumar. Þá var hinn 17 ára gamli Ingi Þór Sigurðsson úr ÍA, bróðir Arnórs, fenginn til æfinga hjá Venezia fyrr í þessum mánuði.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira