Erlent

Bensínstöðvar í Kína farnar að skammta eldsneyti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Eldsneytisskortur blasir við víða í Kína.
Eldsneytisskortur blasir við víða í Kína.

Bensínstöðvar í Kína hafa margar hverjar tekið upp á því að skammta dísilolíu til viðskiptavina sinna í ljósi hækkandi verðs og minnkandi framboðs. Skömmtunin nær jafnt til almennings sem og til atvinnubílstjóra.

Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og greinir frá því að gríðarlegar raðir hafi víða myndast og eru dæmi um flutningabílstjóra sem hafa þurft að bíða um nokkurra daga skeið í röð eftir eldsneyti. 

Þessi vandi komur í ofan í orkuskort í iðnaði en víða hefur verksmiðjum verið lokað og heimili verið án orku vegna skorts á kolum og gasi. 

Sérfræðingar segja þetta ástand aðeins eiga eftir að gera illt verra og auka enn á vöruskort í heiminum og vandamál með flutningaleiðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×