Stór hluti presta „innheimti ekki nema brot af því sem er í boði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2021 21:31 Guðrún Karls- og Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Vísir/Egill Sóknarprestur í stærstu sókn landsins telur að prestar séu almennt sammála um að afnema eigi gjöld fyrir aukaverk, þó að deilt hafi verið um málið á kirkjuþingi í gær. Hún er bjartsýn á að gjöldin verði afnumin í náinni framtíð. Kirkjuþingi lauk í dag en þar var meðal annars samþykkt tillaga um að stöðva nýráðningar presta tímabundið. Tillögu um að afnema gjöld fyrir aukaverk presta, eins og útfarir, hjónavígslur og skírnir, var hins vegar frestað. Deilur spruttu upp um frávísunartillögu sem lögð var fram vegna málsins í gær. Flutningsmenn voru sakaðir um svokallaða „séra-hagsmunagæslu“ og sakaðir um að reyna að jarða málið. Þrátt fyrir það telur Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju að málið sé í raun ekki umdeilt - prestar vilji almennt afnema þessi gjöld. „Það sem ég held að við eigum að stefna að er að öll þjónusta þjóðkirkjunnar fyrir félaga eigi að vera gjaldfrjáls og þá á ég við þjónusta presta, þjónusta tónlistarfólks eða organista og leigan eða afnot af kirkjunni sjálfri.“ Viss um að greiðslurnar verði afnumdar í náinni framtíð Hins vegar þurfi að fara réttu leiðina að því og finna út úr því hvernig megi bæta prestum þessa kjaraskerðingu, þó að Guðrún fallist á að laun presta séu góð fyrir. Kirkjuþing eigi ekki að fjalla um kjaramál. „Ég held það séu fáir prestar sem taka nokkra greiðslur fyrir að skíra börn í kirkjunum. Það er ókeypis og hefur verið mjög lengi. Og það er enginn prestur sem innheimtir gjald fyrir eitthvað þar sem fólk hefur ekki ráð á því að greiða. Og ég held að stór hluti presta sé ekki að innheimta nema brot af því sem er í boði.“ Þó að tillögunni hafi verið frestað á hún von á vendingum. „Ég er alveg viss um að þetta verði afnumið í náinni framtíð og ég vona að svo verði,“ segir Guðrún. Þjóðkirkjan Trúmál Kjaramál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Kirkjuþingi lauk í dag en þar var meðal annars samþykkt tillaga um að stöðva nýráðningar presta tímabundið. Tillögu um að afnema gjöld fyrir aukaverk presta, eins og útfarir, hjónavígslur og skírnir, var hins vegar frestað. Deilur spruttu upp um frávísunartillögu sem lögð var fram vegna málsins í gær. Flutningsmenn voru sakaðir um svokallaða „séra-hagsmunagæslu“ og sakaðir um að reyna að jarða málið. Þrátt fyrir það telur Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju að málið sé í raun ekki umdeilt - prestar vilji almennt afnema þessi gjöld. „Það sem ég held að við eigum að stefna að er að öll þjónusta þjóðkirkjunnar fyrir félaga eigi að vera gjaldfrjáls og þá á ég við þjónusta presta, þjónusta tónlistarfólks eða organista og leigan eða afnot af kirkjunni sjálfri.“ Viss um að greiðslurnar verði afnumdar í náinni framtíð Hins vegar þurfi að fara réttu leiðina að því og finna út úr því hvernig megi bæta prestum þessa kjaraskerðingu, þó að Guðrún fallist á að laun presta séu góð fyrir. Kirkjuþing eigi ekki að fjalla um kjaramál. „Ég held það séu fáir prestar sem taka nokkra greiðslur fyrir að skíra börn í kirkjunum. Það er ókeypis og hefur verið mjög lengi. Og það er enginn prestur sem innheimtir gjald fyrir eitthvað þar sem fólk hefur ekki ráð á því að greiða. Og ég held að stór hluti presta sé ekki að innheimta nema brot af því sem er í boði.“ Þó að tillögunni hafi verið frestað á hún von á vendingum. „Ég er alveg viss um að þetta verði afnumið í náinni framtíð og ég vona að svo verði,“ segir Guðrún.
Þjóðkirkjan Trúmál Kjaramál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira