Innlent

Dauður hvalur fannst í fjörunni við Þorlákshöfn

Samúel Karl Ólason skrifar
Hvalurinn hefur líklegast ekki verið dauður lengi.
Hvalurinn hefur líklegast ekki verið dauður lengi. Grétar Ingi Erlendsson

Hræ hvals fannst í fjörunni við Þorlákshöfn í morgun. Dýrið virðist ekki hafa verið dautt lengi.

Grétar Ingi Erlendsson birti myndir af hvalnum í fjörunni í dag og sagði þær teknar í Skötubótinni utan við Þorlákshöfn.

Þá taldi hann að um Sandreyð væri að ræða, sem er skíðishvalur.

Náttúrufræðistofnun segir Sandreyð finnast í öllum heimshöfum en þeir leiti í kaldari sjó yfir sumarið. Þeir komi yfirleitt ekki á íslensk hafsvæði fyrr en eftir mitt sumar og dvelji fram á haust.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.