Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 11:19 Mikið hefur gengið á hjá KSÍ á undanförnum vikum. vísir/vilhelm Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. Meðal þeirra sem greinarhöfundur ræddi við er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, sem stýrir starfshópi sem vinnur að jafnréttismálum innan KSÍ. Hún segir að mörgum innan fyrrverandi stjórnar KSÍ hafi sárnað ásakanir um yfirhylmingu vegna meintra kynferðis- og ofbeldisbrota leikmanna karlalandsliðsins. „Helgina sem stjórnin sagði af sér hitti ég hana. Fólk var leitt og sorgmætt og sumir grétu. Þau sögðu að fjölmiðlar væru að taka þau af lífi fyrir eitthvað sem þau væru fyrst að heyra um núna. En enginn trúði þeim. Þau sögðu að þau hefðu vitað allt um þetta en ekki gert neitt. En það var ekki satt,“ segir Kolbrún í greininni. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir lýsti því hvernig andrúmsloftið á neyðarfundi stjórnar KSÍ var.vísir/egill Hún segir að stjórnarfólk hafi undrað sig á því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafi ekki rætt þessi máli á stjórnarfundum. „Hann sagði að þetta væri trúnaðarmál en þau sögðu að við værum stjórnin. Og já, mér finnst eins og þau hafi verið tekin af lífi fyrir eitthvað sem þau gerðu ekki,“ segir Kolbrún. „Auðvitað þurfti andrúmsloftið innan KSÍ að breytast. En margir voru sakaðir um eitthvað sem þeir komu ekki nálægt. Og það er miður því það var margt gott fólk þarna.“ Þegar The Athletic leitaði viðbragða hjá Guðna vildi hann lítið tjá sig um málið. Hann sagði að óháð nefnd væri með málið til skoðunar og það væri ekki viðeigandi fyrir hann að tjá sig um það. Guðni sagði af sér sem formaður KSÍ sunnudaginn 29. september. Tveimur dögum síðar sagði stjórn sambandsins af sér og boðaði til aukaþings. Þar var Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin nýr formaður KSÍ, fyrst kvenna. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Meðal þeirra sem greinarhöfundur ræddi við er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, sem stýrir starfshópi sem vinnur að jafnréttismálum innan KSÍ. Hún segir að mörgum innan fyrrverandi stjórnar KSÍ hafi sárnað ásakanir um yfirhylmingu vegna meintra kynferðis- og ofbeldisbrota leikmanna karlalandsliðsins. „Helgina sem stjórnin sagði af sér hitti ég hana. Fólk var leitt og sorgmætt og sumir grétu. Þau sögðu að fjölmiðlar væru að taka þau af lífi fyrir eitthvað sem þau væru fyrst að heyra um núna. En enginn trúði þeim. Þau sögðu að þau hefðu vitað allt um þetta en ekki gert neitt. En það var ekki satt,“ segir Kolbrún í greininni. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir lýsti því hvernig andrúmsloftið á neyðarfundi stjórnar KSÍ var.vísir/egill Hún segir að stjórnarfólk hafi undrað sig á því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafi ekki rætt þessi máli á stjórnarfundum. „Hann sagði að þetta væri trúnaðarmál en þau sögðu að við værum stjórnin. Og já, mér finnst eins og þau hafi verið tekin af lífi fyrir eitthvað sem þau gerðu ekki,“ segir Kolbrún. „Auðvitað þurfti andrúmsloftið innan KSÍ að breytast. En margir voru sakaðir um eitthvað sem þeir komu ekki nálægt. Og það er miður því það var margt gott fólk þarna.“ Þegar The Athletic leitaði viðbragða hjá Guðna vildi hann lítið tjá sig um málið. Hann sagði að óháð nefnd væri með málið til skoðunar og það væri ekki viðeigandi fyrir hann að tjá sig um það. Guðni sagði af sér sem formaður KSÍ sunnudaginn 29. september. Tveimur dögum síðar sagði stjórn sambandsins af sér og boðaði til aukaþings. Þar var Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin nýr formaður KSÍ, fyrst kvenna. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira