The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 10:51 Öll spjót hafa staðið á KSÍ á undanförnum vikum. vísir/vilhelm Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. Stuart James, blaðamaður The Athletic, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað í kringum karlalandsliðið og KSÍ undanfarnar vikur. Meðal þeirra sem James ræddi við eru Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, meðlimir baráttuhópsins Öfga, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurður G. Guðjónsson og lögmenn Kolbeins Sigþórssonar og Arons Einars Gunnarssonar. Í greininni, sem er afar vegleg, eru atburðir síðustu vikna reifaðir, hvernig ásakanir um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna landsliðsins urðu til þess að formaður KSÍ, Guðni Bergsson, og stjórn sambandsins sögðu af sér. Hetjurnar orðnar að skúrkum? Farið er yfir það hvernig ímynd landsliðsins hefur breyst, frá því að þjóðhetjur sem komust á tvö stórmót og vöktu athygli heimsbyggðarinnar yfir í það að ekki nema tæplega 1.700 manns gerðu sér ferð á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með leiknum gegn Armeníu. „Í jafn fámennu landi og Íslandi, þar sem innan við fjögur hundruð þúsund manns búa og árangur landsliðsins tengist þjóðarstoltinu, hefur þessi saga fangað huga fólks. Eru sumar af hetjunum þeirra núna skúrkar? Var ekki allt sem sýndist í þessu ævintýri? Hvað eiga foreldrar að segja við börnin sín um allt þetta?“ segir í greininni. Þar segir jafnframt að sagan sé hræðileg á svo mörgum sviðum og hún verði áfram í deiglunni um ókominn tíma. Sem fyrr sagði er rætt við meðlimi baráttuhópsins Öfga í greininni. Meðal þeirra er Ólöf Tara Harðardóttir en ummæli hennar koma fyrir í titli greinarinnar, „Víkingaklappið er eyðilagt að eilífu: Íslenski kynferðisafbrotaskandallinn.“ „Fyrir mig, sem elskaði landsliðið, mun það taka mig langan tíma að geta horft aftur á það spila,“ sagði Ólöf. „Víkingaklappið er að eyðilagt að eilífu. Aldrei aftur. Andlit þess er einhver sem ég er alfarið á móti,“ bætti hún við og vísaði til landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar sem er einn þeirra sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Hvattar til að drepa sig Meðlimir Öfga segjast hafa orðið fyrir aðkasti vegna baráttu sinnar og fengið ljót skilaboð. „Fólk er mjög reitt út í okkur og segir að við höfum eyðilagt fótboltann fyrir þeim,“ sagði Hulda Hrund Sigmundsdóttir. „Við fáum svo mörg skilaboð þar sem við erum til dæmis hvattar til að drepa okkur og segja að það þurfi að nauðga okkur. Og að við vitum ekkert um fótbolta,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Stuart James, blaðamaður The Athletic, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað í kringum karlalandsliðið og KSÍ undanfarnar vikur. Meðal þeirra sem James ræddi við eru Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, meðlimir baráttuhópsins Öfga, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurður G. Guðjónsson og lögmenn Kolbeins Sigþórssonar og Arons Einars Gunnarssonar. Í greininni, sem er afar vegleg, eru atburðir síðustu vikna reifaðir, hvernig ásakanir um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna landsliðsins urðu til þess að formaður KSÍ, Guðni Bergsson, og stjórn sambandsins sögðu af sér. Hetjurnar orðnar að skúrkum? Farið er yfir það hvernig ímynd landsliðsins hefur breyst, frá því að þjóðhetjur sem komust á tvö stórmót og vöktu athygli heimsbyggðarinnar yfir í það að ekki nema tæplega 1.700 manns gerðu sér ferð á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með leiknum gegn Armeníu. „Í jafn fámennu landi og Íslandi, þar sem innan við fjögur hundruð þúsund manns búa og árangur landsliðsins tengist þjóðarstoltinu, hefur þessi saga fangað huga fólks. Eru sumar af hetjunum þeirra núna skúrkar? Var ekki allt sem sýndist í þessu ævintýri? Hvað eiga foreldrar að segja við börnin sín um allt þetta?“ segir í greininni. Þar segir jafnframt að sagan sé hræðileg á svo mörgum sviðum og hún verði áfram í deiglunni um ókominn tíma. Sem fyrr sagði er rætt við meðlimi baráttuhópsins Öfga í greininni. Meðal þeirra er Ólöf Tara Harðardóttir en ummæli hennar koma fyrir í titli greinarinnar, „Víkingaklappið er eyðilagt að eilífu: Íslenski kynferðisafbrotaskandallinn.“ „Fyrir mig, sem elskaði landsliðið, mun það taka mig langan tíma að geta horft aftur á það spila,“ sagði Ólöf. „Víkingaklappið er að eyðilagt að eilífu. Aldrei aftur. Andlit þess er einhver sem ég er alfarið á móti,“ bætti hún við og vísaði til landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar sem er einn þeirra sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Hvattar til að drepa sig Meðlimir Öfga segjast hafa orðið fyrir aðkasti vegna baráttu sinnar og fengið ljót skilaboð. „Fólk er mjög reitt út í okkur og segir að við höfum eyðilagt fótboltann fyrir þeim,“ sagði Hulda Hrund Sigmundsdóttir. „Við fáum svo mörg skilaboð þar sem við erum til dæmis hvattar til að drepa okkur og segja að það þurfi að nauðga okkur. Og að við vitum ekkert um fótbolta,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira