Meirihluti nú fyrir því að afglæpavæða neysluskammta Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 08:40 Helgi Gunnlaugsson segir að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða. Stöð 2 Meirihluti er nú fyrir því meðal þjóðarinnar að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtum fíkniefna. Síðustu ár hafi um þriðjungur lýst sig hlynntur slíkri afglæpavæðingu en nú sé hins vegar meirihluti hlynntur slíkri breytingu á löggjöfinni. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um nýja rannsókn, en hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Í rannsókninni var verið að fylgja eftir fyrri rannsóknum sem ætlað var að kortleggja neyslu fíkniefna og afstöðu þjóðarinnar til ýmissa þátta málaflokksins. „Nú brá svo við að það er meirihluti fyrir slíkri breytingu. Það er að segja það er meirihluti á bakvið frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám á refsingu á vörslu til eigin nota. Það á þá við um öll fíkniefni, ekki bara kannabisefni, það er að varsla til eigin nota eigi ekki að vera refsiverð. Þetta er nýtt, þetta höfum við ekki áður séð.“ Í kjölfar umræðu í samfélaginu Helgi segir breytinguna vafalítið til komna í kjölfar mikillar umræðu í íslensku samfélagi um fíkniefnavandann. „Það er sérstaklega umræða um að fíklar séu sjúklingar og það eigi ekki að koma fram við þá eins og þeir séu glæpamenn. Það er að segja að þetta sé heilbrigðisvandamál. Það er að einstaklingar sem séu ofurseldir fíkniefnum, sem séu langt leiddir fíkniefnum, þetta sé hópur sem eigi að koma fram við eins og aðra sjúklinga. Að þetta mál heilbrigðiskerfisins og eigi ekki að refsa þeim. Það er vafalítið umræða af þessu tagi sem hefur haft áhrif á Íslendinga hvað það snertir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Heldur í horfinu Rannsóknin var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands en í henni var einnig verið að kanna neyslu Íslendinga á kannabis. Helgi segir að ekki hafi orðið vart við miklar breytingar hvað varðar neyslu Íslendinga á kannabis á allra síðustu árum. „Við sjáum í sjálfu sér ekki miklar breytingar á neyslumynstri fullorðinna hvað snertir það hvort þeir hafi prófað kannabis eða hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við sáum reyndar miklar breytingar frá aldamótum og fram undir 2017, 2018, þá var töluverð aukning á því tímabili. Í kringum aldamótin vorum við að sjá kannski 20 prósent Íslendinga sem sögðust hafa prófað kannabisefni, en síðan 2017 þá erum við komin með þriðjung.“ Upp undir heill Akureyrarkaupstaður Helgi segir að það séu því töluvert fleiri á síðustu árum sem nefni að það hafi prófað þessi efni. „Líka hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við erum að tala um það að það eru um fimm prósent Íslendinga, eldri en átján ára, sem segjast hafa prófað kannabisefni á síðustu sex mánuðum. Það séu því milli 15 til 18 þúsund fullorðinna sem hafa prófað kannabis á síðustu sex mánuðum.“ Aðspurður um hvort hann telji það mikið þá fari það eftir því við hvað sé miðað. „Það gætu sumir sagt að þetta sé mikið. Þetta er upp undir heill Akureyrarkaupstaður sem þarna er á bakvið sem segist vera að prófa kannabisefni. Ef við berum þetta saman við áfengisneyslu þá er áfengisneyslan mun útbreiddari í okkar samfélagi eins og gögn frá landlækni sýna okkur.“ Í viðtalinu segir Helgi einnig að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða. Bítið Fíkn Kannabis Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira
Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um nýja rannsókn, en hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Í rannsókninni var verið að fylgja eftir fyrri rannsóknum sem ætlað var að kortleggja neyslu fíkniefna og afstöðu þjóðarinnar til ýmissa þátta málaflokksins. „Nú brá svo við að það er meirihluti fyrir slíkri breytingu. Það er að segja það er meirihluti á bakvið frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám á refsingu á vörslu til eigin nota. Það á þá við um öll fíkniefni, ekki bara kannabisefni, það er að varsla til eigin nota eigi ekki að vera refsiverð. Þetta er nýtt, þetta höfum við ekki áður séð.“ Í kjölfar umræðu í samfélaginu Helgi segir breytinguna vafalítið til komna í kjölfar mikillar umræðu í íslensku samfélagi um fíkniefnavandann. „Það er sérstaklega umræða um að fíklar séu sjúklingar og það eigi ekki að koma fram við þá eins og þeir séu glæpamenn. Það er að segja að þetta sé heilbrigðisvandamál. Það er að einstaklingar sem séu ofurseldir fíkniefnum, sem séu langt leiddir fíkniefnum, þetta sé hópur sem eigi að koma fram við eins og aðra sjúklinga. Að þetta mál heilbrigðiskerfisins og eigi ekki að refsa þeim. Það er vafalítið umræða af þessu tagi sem hefur haft áhrif á Íslendinga hvað það snertir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Heldur í horfinu Rannsóknin var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands en í henni var einnig verið að kanna neyslu Íslendinga á kannabis. Helgi segir að ekki hafi orðið vart við miklar breytingar hvað varðar neyslu Íslendinga á kannabis á allra síðustu árum. „Við sjáum í sjálfu sér ekki miklar breytingar á neyslumynstri fullorðinna hvað snertir það hvort þeir hafi prófað kannabis eða hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við sáum reyndar miklar breytingar frá aldamótum og fram undir 2017, 2018, þá var töluverð aukning á því tímabili. Í kringum aldamótin vorum við að sjá kannski 20 prósent Íslendinga sem sögðust hafa prófað kannabisefni, en síðan 2017 þá erum við komin með þriðjung.“ Upp undir heill Akureyrarkaupstaður Helgi segir að það séu því töluvert fleiri á síðustu árum sem nefni að það hafi prófað þessi efni. „Líka hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við erum að tala um það að það eru um fimm prósent Íslendinga, eldri en átján ára, sem segjast hafa prófað kannabisefni á síðustu sex mánuðum. Það séu því milli 15 til 18 þúsund fullorðinna sem hafa prófað kannabis á síðustu sex mánuðum.“ Aðspurður um hvort hann telji það mikið þá fari það eftir því við hvað sé miðað. „Það gætu sumir sagt að þetta sé mikið. Þetta er upp undir heill Akureyrarkaupstaður sem þarna er á bakvið sem segist vera að prófa kannabisefni. Ef við berum þetta saman við áfengisneyslu þá er áfengisneyslan mun útbreiddari í okkar samfélagi eins og gögn frá landlækni sýna okkur.“ Í viðtalinu segir Helgi einnig að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða.
Bítið Fíkn Kannabis Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira